Innlent

Mikið um að vera

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, býður leikhúsgestum upp á hlaðborð full af kræsingum í vetur. Leikfélagið sjálft verður með fjórar frumsýningar, og auk þess verða fjórar gestaleiksýningar, þar af ein frá Hollandi. Frumsýningar leikfélagsins sjálfs eru Svik, eftir Harold Pinter, söngleikurinn Óliver, Pakkið á móti, eftir Henry Adams, og svo verða Ausa Steinberg, eftir Lee Hall og Stólarnir, eftir Ionesko, á einni sýningu. Gestaleiksýningarnar verða Brim, eftir Jón Atla Jónasson, Rokksöngleikurinn Hárið, Koddamaðurinn eftir Martin McDonag, og svo kemur leikverkið Ærandi þögn, frá Hollandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×