Innlent

Arðsemi menntunar á Íslandi

Háskólamenntun kvenna er sú menntun sem skilar mestri arðsemi samkvæmt nýrri skýrslu frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Í skýrslunni, sem unnin var af Jóni Bjarka Bentssyni og Þórhalli Ásbjörnssyni kemur fram að háskólanám skilar konum tæplega 11% einkaarðsemi, en körlum aðeins rúmum fimm prósentum. Framhaldsskólamenntun skilar körlum hins vegar meiri einkaarðsemi en konum, eða um 7% á móti rúmum fjórum prósentum. Í einstökum fögum háskólanáms er arðsemin mest af námi í verkfræði, læknisfræði, tæknifræði, viðskiptafræði og hagfræði. Allar skila þessar námsgreinar meira en 20 prósenta arðsemi. Hins vegar hafa kennarar engan fjárhagslegan arð af námi sínu. Yrðu skólagjöld við háskólanám hér á landi hækkuð upp í 200 þúsund krónur, yrðu áhrif þess þau að arðsemi háskólanáms myndi að jafnaði minnka um 10 af hundraði. Af einstökum námsgreinum á framahaldsskólastigi er rafeindavirkjun arðsömust og skilar hún að jafnaði tæpum 16 prósenta einkaarði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×