Innlent

Á sjúkrahús eftir stuð úr myndavél

Drengur á sautjánda ári var í gær fluttur á sjúkrahúið á Selfossi með hjartsláttartruflanir eftir að jafnaldrar hans notuðu einnota myndavél til þess að gefa honum rafstuð. Drengurinn var síðar fluttur til Reykjavíkur á Barnaspítala Hringsins, en hefur nú verið útskrifaður þaðan. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er mikil mildi að ekki hafi farið verr. Unglingarnir tóku myndavélina í sundur og tengdu flassið á henni þannig að hægt væri að gefa rafstuð. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er þetta tilvik ekki einsdæmi og hefur fréttastofan heimildir fyrir því að þetta myndavélabrölt sé nú stundað af mörgum unglingum. Ekki er vitað nákvæmlega hve sterkur strumurinn úr svona rafstuði er, en kjóst líklega er hann töluvert meiri en úr til að mynda stuðkylfum. Því getur athæfi af þessu tagi reynst stórhættulegt ef sá sem fyrir rafstuðinu verður er veikur fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×