Kennaradeilan í gerðardóm 11. nóvember 2004 00:01 Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur í dag fram frumvarp á Alþingi um að kjaradeilu kennara og sveitarfélaganna verði vísað í gerðardóm. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Eftir að lögin hafa verið samþykkt verður skipaður gerðardómur sem ákvarðar laun og lengd samnings kennara sveitarfélaganna. Allt bendir til að lög um kjaradóm verði samþykkt eigi síðar en á laugardag. Við það verður bundinn endi á verkfall grunnskólakennara sem hófst 20. september með vikuhléi á meðan kennarar greiddu atkvæði um miðlunartillögu og felldu. Skólastarf hefst að nýju á mánudag. Ríkisstjórnin velur þá leið að setja málið í gerðardóm frekar en að Alþingi ákvarði laun kennara. Með því er haldið ákveðinni fjarlægð milli Alþingis og deilenda. Stjórnvöld vilja ekki setja fordæmi um laun vegna þeirra kjaraviðræðna sem á eftir koma. Stjórnarandstaðan er í þröngri stöðu. Hún er á móti lagasetningu í þessari deilu en telur sig ekki geta annað en að samþykkja frumvarpið þar sem umræður um málið geri lítið annað en fresta gildistöku laganna í nokkra daga. Samninganefndir kennara og sveitarfélaganna gengu í gær á fund Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Hann leitaði eftir staðfestingu á mati sáttasemjara ríkisins á stöðu viðræðnanna, sem voru komnar í hnút. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir viðræðurnar við sveitarfélögin nú þær erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í: "Ég hef aldrei mætt eins miklu skilningsleysi hinum megin. Ég vil jafnvel taka svo djúpt í árinni að það sé þekkingarleysi, algert þekkingarleysi á innra starfi grunnskólans, sem ræður ríkjum hinum megin borðsins."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Ríkisstjórn Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira