Clinton á ferðinni 24. ágúst 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í einkaheimsókn hér á landi. Hann fór víða í dag, skoðaði sig um á Þingvöllum, hitti fólk á förnum vegi, ræddi við ráðamenn og fékk sér pylsu á Bæjarins bestu. Stundvíslega klukkan níu í morgun lenti Boeing 757 þota Bill Clintons og föruneytis á Reykjavíkurflugvelli. Óvissa ríkti um hvar Clinton myndi lenda, og raunar hefur hálfgerð óvissa einkennt dagskrá forsetans fyrrverandi í allan dag. Eftir stuttan stans í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg spjallaði hann stuttlega við fréttamenn. Aðspurður um tilgang ferðar sinnar til Íslands sagði Clinton að kona sín, Hillary, væri hér á landi merð sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna til að kynna sér vandamál tengd hlýnun jarðar. Hann sjálfur væri hins vegar á leiðinni til Írlands að árita bækur og hann hafi ákveðið að sækja Hillary hingað. Deginum hérlendis ætluðu þau að verja í að skoða sig um og heimsækja forsætisráðherrrann, forsetann og utanríkisráðherrann og myndu svo fljúga til Dublin í kvöld. Þegar Clinton var spurður hvað hann ætlaði að ræða um við íslensku ráðamennina svaraði Clinton hvaðeina sem þeir vildu ræða. „Þetta er að hluta til kurteisisheimsókn. Við ræðum líklega fortíðina því við gerðum margt saman þegar ég var í embætti en við tölum líklega einnig um málefni líðandi stundar. Ég læt þá þó ráða ferðinni því maður getur gert það þegar maður er ekki lengur í embætti,“ sagði Clinton. Eftir stuttan fund með sendiherra Bandaríkjanna og stutt spjall við fréttamenn hélt Clinton til Þingvalla. Þar naut Clinton leiðsagnar Sigurðar Líndals sem fræddi Clinton um sögu staðarins, þær hefðir sem þar hefðu myndast og hvaða þýðingu Þingvellir hefðu fyrir Íslendinga. Clinton virtist ánægður með að hafa ákveðið að breyta dagskrá sinni til að geta komið við í þjóðgarðinum. Hann sagði staðinn vera mjög fallegan og að hann hafi alltaf langað til að koma þangað. Hann væri lögfræðingur að mennt og kenndi lögfræði í háskóla og hafi því lesið og lært mikið um Þingvelli og mikilvægi Íslands í sögu þingræðisins. „Tilgangurinn með stjórnarskrá Bandaríkjanna var að draga úr valdníðslu. Við lærðum um það hvernig þingið hér setti nógu mörg lög til að koma á skipulagi en ekki svo mörg að fólkið yrði fyrir valdníðslu,“ sagði Clinton. „Ísland og saga þess hefur því alltaf verið fyrirmynd fyrir mig um hvernig frjálst land á að miklu leyti að vera. Ég hef fengist við stjórnsýslu meirihluta ævi minnar og lít svo á að stjórnvöld verði að geta gert það sem þarf að gera fyrir heildina, en um leið að forðast valdníðslu. Íslenska Alþingið er að miklu leyti upphaf baráttunnar gegn því og því nýt ég þess að koma hingað,“ sagði Clinton og bætti við að það væri magnað að sjá hvar meginlandsflekarnir mættust. Hann kvaðst jafnframt vilja koma aftur hingað til lands að kynna sér hveri, heitar lindir og náttúru landsins betur. Eftir stuttan stans á Þingvöllum lá leiðin aftur til Reykjavíkur en þá lá ekki einu sinni fyrir hvert. Bílalest forsetans brunaði í miðbæinn þar sem við tók göngutúr sem kom fylgdarliði, lífvörðum og öðrum í galopna skjöldu. Clinton skoðaði styttu Jóns Sigurðssonar og kom við í bókabúð sem snarfylltist þegar í stað af fólki. Því næst hélt heil hersveit forvitinna honum í verslunina Kirsuberjatréð þar sem hann keypti marglitar skálar úr pappamassa. Clinton var ákaflega afslappaður, heilsaði upp á fólk, spjallaði við það og sat fyrir á myndum. Starfsmannastjóri forsetans fyrrverandi var hins vegar ákaflega óhress með þessa framvindu mála, að því að virtist, gekk á milli fréttamanna, hreytti í þá og hrinti. Clinton hélt ótrauður áfram för á Listasafn Reykjavíkur þar sem hann virti fyrir sér verk Goya og Errós. Þegar hér var komið sögu var klukkan orðinn meira en tvö og Clinton væntanlega svangur. Hann stoppaði því hjá Bæjarins bestu áður en hann hélt til næsta fundar í bílalest sinni. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er í einkaheimsókn hér á landi. Hann fór víða í dag, skoðaði sig um á Þingvöllum, hitti fólk á förnum vegi, ræddi við ráðamenn og fékk sér pylsu á Bæjarins bestu. Stundvíslega klukkan níu í morgun lenti Boeing 757 þota Bill Clintons og föruneytis á Reykjavíkurflugvelli. Óvissa ríkti um hvar Clinton myndi lenda, og raunar hefur hálfgerð óvissa einkennt dagskrá forsetans fyrrverandi í allan dag. Eftir stuttan stans í bandaríska sendiráðinu við Laufásveg spjallaði hann stuttlega við fréttamenn. Aðspurður um tilgang ferðar sinnar til Íslands sagði Clinton að kona sín, Hillary, væri hér á landi merð sendinefnd öldungadeildar Bandaríkjanna til að kynna sér vandamál tengd hlýnun jarðar. Hann sjálfur væri hins vegar á leiðinni til Írlands að árita bækur og hann hafi ákveðið að sækja Hillary hingað. Deginum hérlendis ætluðu þau að verja í að skoða sig um og heimsækja forsætisráðherrrann, forsetann og utanríkisráðherrann og myndu svo fljúga til Dublin í kvöld. Þegar Clinton var spurður hvað hann ætlaði að ræða um við íslensku ráðamennina svaraði Clinton hvaðeina sem þeir vildu ræða. „Þetta er að hluta til kurteisisheimsókn. Við ræðum líklega fortíðina því við gerðum margt saman þegar ég var í embætti en við tölum líklega einnig um málefni líðandi stundar. Ég læt þá þó ráða ferðinni því maður getur gert það þegar maður er ekki lengur í embætti,“ sagði Clinton. Eftir stuttan fund með sendiherra Bandaríkjanna og stutt spjall við fréttamenn hélt Clinton til Þingvalla. Þar naut Clinton leiðsagnar Sigurðar Líndals sem fræddi Clinton um sögu staðarins, þær hefðir sem þar hefðu myndast og hvaða þýðingu Þingvellir hefðu fyrir Íslendinga. Clinton virtist ánægður með að hafa ákveðið að breyta dagskrá sinni til að geta komið við í þjóðgarðinum. Hann sagði staðinn vera mjög fallegan og að hann hafi alltaf langað til að koma þangað. Hann væri lögfræðingur að mennt og kenndi lögfræði í háskóla og hafi því lesið og lært mikið um Þingvelli og mikilvægi Íslands í sögu þingræðisins. „Tilgangurinn með stjórnarskrá Bandaríkjanna var að draga úr valdníðslu. Við lærðum um það hvernig þingið hér setti nógu mörg lög til að koma á skipulagi en ekki svo mörg að fólkið yrði fyrir valdníðslu,“ sagði Clinton. „Ísland og saga þess hefur því alltaf verið fyrirmynd fyrir mig um hvernig frjálst land á að miklu leyti að vera. Ég hef fengist við stjórnsýslu meirihluta ævi minnar og lít svo á að stjórnvöld verði að geta gert það sem þarf að gera fyrir heildina, en um leið að forðast valdníðslu. Íslenska Alþingið er að miklu leyti upphaf baráttunnar gegn því og því nýt ég þess að koma hingað,“ sagði Clinton og bætti við að það væri magnað að sjá hvar meginlandsflekarnir mættust. Hann kvaðst jafnframt vilja koma aftur hingað til lands að kynna sér hveri, heitar lindir og náttúru landsins betur. Eftir stuttan stans á Þingvöllum lá leiðin aftur til Reykjavíkur en þá lá ekki einu sinni fyrir hvert. Bílalest forsetans brunaði í miðbæinn þar sem við tók göngutúr sem kom fylgdarliði, lífvörðum og öðrum í galopna skjöldu. Clinton skoðaði styttu Jóns Sigurðssonar og kom við í bókabúð sem snarfylltist þegar í stað af fólki. Því næst hélt heil hersveit forvitinna honum í verslunina Kirsuberjatréð þar sem hann keypti marglitar skálar úr pappamassa. Clinton var ákaflega afslappaður, heilsaði upp á fólk, spjallaði við það og sat fyrir á myndum. Starfsmannastjóri forsetans fyrrverandi var hins vegar ákaflega óhress með þessa framvindu mála, að því að virtist, gekk á milli fréttamanna, hreytti í þá og hrinti. Clinton hélt ótrauður áfram för á Listasafn Reykjavíkur þar sem hann virti fyrir sér verk Goya og Errós. Þegar hér var komið sögu var klukkan orðinn meira en tvö og Clinton væntanlega svangur. Hann stoppaði því hjá Bæjarins bestu áður en hann hélt til næsta fundar í bílalest sinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira