Hlutverk sjóðsins endurskoðað? 24. ágúst 2004 00:01 Ef viðskiptabankar geta boðið lán til íbúðakaupa á betri kjörum en Íbúðalánasjóður ber stjórnvöldum að endurskoða hlutverk hans. Þetta segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sem telur ekki komið að endalokunum enn þrátt fyrir útspil KB banka í gær. KB banki kynnti í gær ný lán til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar eldri lána. Íbúðalán KB banka bera 4,4 prósenta vexti en það eru lægri vextir en á lánum opinberu lánastofnunarinnar Íbúðalánasjóðs. Lánin bjóðast til 25 eða 40 ára líkt og lán Íbúðalánasjóðs. Skilyrði fyrir lánveitingu hjá KB banka eru hins vegar þau að þú verður að vera með launareikning hjá bankanum og að auki tvennt af þrennu: greiðslukort, útgjaldadreifingu eða lífeyrissparnað. Lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu er áttatíu prósent af verðmæti hinnar veðsettu eignar en sextíu prósent annars staðar á landinu. Ekkert hámark er á lánsfjárhæð umfram fyrrnefnd hlutföll, utan að aldrei er lánað fyrir hærri upphæð en nemur brunabótamati viðkomandi fasteignar. Almenn íbúðalán Íbúðalánasjóðs geta numið 70% af kaupverði íbúða þegar keypt er í fyrsta sinn, en 65% ef keypt er í annað sinn. Húsbréfalán er að hámarki 9,2 milljónir króna fyrir notaðar íbúðir og 9,7 milljónir fyrir nýjar. Íbúðalánið getur hins vegar ekki farið yfir 85% af brunabótamati. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn vera opinbera stofnun sem hafi ákveðnu hlutverki að gegna og muni halda því áfram. Þar beri auðvitað hæst það jafnréttishlutverk sem Íbúðalánasjóður hafi, að allir búi við sömu lánamöguleika og sömu kjör. Það er ekki að finna í hinu „nýja tilboði“ frá KB banka segir Guðmundur, enda séu þeir fyrst og fremst í samkeppni við aðra banka og séu með þessu að laða til sín viðskiptavini frá þeim. Guðmundur segir það vekja athygli, og vera fagnaðarefni, ef KB banki hafi efni á því að bjóða þessi vaxtakjör. Aðspurður hvort hann telji ekki að þetta sé upphafið að endalokunum hjá Íbúðalánsjóði segir Guðmundur það vera vilja stjórnvalda að reka stofnun sem geti þjónað landsmönnum á ódýrasta og besta máta. Ef bankakerfið geti hins vegar gert jafnvel eða betur, þá beri stjórnvöldum að skoða þörfina fyrir slíkri stofnun og endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðmund Bjarnason úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ef viðskiptabankar geta boðið lán til íbúðakaupa á betri kjörum en Íbúðalánasjóður ber stjórnvöldum að endurskoða hlutverk hans. Þetta segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, sem telur ekki komið að endalokunum enn þrátt fyrir útspil KB banka í gær. KB banki kynnti í gær ný lán til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar eldri lána. Íbúðalán KB banka bera 4,4 prósenta vexti en það eru lægri vextir en á lánum opinberu lánastofnunarinnar Íbúðalánasjóðs. Lánin bjóðast til 25 eða 40 ára líkt og lán Íbúðalánasjóðs. Skilyrði fyrir lánveitingu hjá KB banka eru hins vegar þau að þú verður að vera með launareikning hjá bankanum og að auki tvennt af þrennu: greiðslukort, útgjaldadreifingu eða lífeyrissparnað. Lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu er áttatíu prósent af verðmæti hinnar veðsettu eignar en sextíu prósent annars staðar á landinu. Ekkert hámark er á lánsfjárhæð umfram fyrrnefnd hlutföll, utan að aldrei er lánað fyrir hærri upphæð en nemur brunabótamati viðkomandi fasteignar. Almenn íbúðalán Íbúðalánasjóðs geta numið 70% af kaupverði íbúða þegar keypt er í fyrsta sinn, en 65% ef keypt er í annað sinn. Húsbréfalán er að hámarki 9,2 milljónir króna fyrir notaðar íbúðir og 9,7 milljónir fyrir nýjar. Íbúðalánið getur hins vegar ekki farið yfir 85% af brunabótamati. Guðmundur Bjarnason, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segir sjóðinn vera opinbera stofnun sem hafi ákveðnu hlutverki að gegna og muni halda því áfram. Þar beri auðvitað hæst það jafnréttishlutverk sem Íbúðalánasjóður hafi, að allir búi við sömu lánamöguleika og sömu kjör. Það er ekki að finna í hinu „nýja tilboði“ frá KB banka segir Guðmundur, enda séu þeir fyrst og fremst í samkeppni við aðra banka og séu með þessu að laða til sín viðskiptavini frá þeim. Guðmundur segir það vekja athygli, og vera fagnaðarefni, ef KB banki hafi efni á því að bjóða þessi vaxtakjör. Aðspurður hvort hann telji ekki að þetta sé upphafið að endalokunum hjá Íbúðalánsjóði segir Guðmundur það vera vilja stjórnvalda að reka stofnun sem geti þjónað landsmönnum á ódýrasta og besta máta. Ef bankakerfið geti hins vegar gert jafnvel eða betur, þá beri stjórnvöldum að skoða þörfina fyrir slíkri stofnun og endurskoða hlutverk Íbúðalánasjóðs. Hægt er að hlusta á viðtal við Guðmund Bjarnason úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira