Innlent

Lögreglan varar við tölvupósti

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra varar fólk við að senda svokölluð pin-númer kredit- eða debetkorta með tölvupósti. Embættinu hafa að undanförnu borist upplýsingar frá einstaklingum og fyrirtækjum hér á landi sem hafa fengið tölvupóst sem ber það með sér að vera frá Citibank. Þeir sem fá póstinn eru beðnir um að senda pin-númerin sem veita aðgang að bankareikningunum vegna baráttu bankans gegn fjársvikum. Ríkislögreglustjóra bárust eingöngu ábendingar vegna málsins; enginn sem hafði samband hafði orðið fyrir barðinu á þessum óprúttnu tölvupóstssvikurum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×