Innlent

Nefndin kynnir sér orkulindir

Bandarísk sendinefnd, undir forystu Johns McCains öldungadeildarþingmanns, kom til landsins í morgun til þess að kynna sér umhverfisvænar orkulindir. Meðal þingmannanna er einnig Hillary Clinton, öldungadeildarþingmaður frá New York og eiginkona Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Sendinefndin mun heimsækja Bláa lónið og hlýða á fyrirlestur um vetnisorku áður en hún heldur heimleiðis, síðdegis í dag. Hillary mun þó vera lengur ásamt eiginmanni sínum og sækja einhverja fundi íslenskra ráðamanna.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×