Innlent

Fá nýja rústamyndavél

Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja rústamyndavél og hlustunartæki en sveitin er hluti af Alþjóðabjörgunarsveitinni. Að sögn hjálparsveitarmanna er vélin sú besta sem völ er á og er samskonar vél til dæmis notuð af stærstu björgunarsveitum í Bandaríkjunum. Myndavélin og hlustunartækið kostuðu samtals rífleg 1,8 milljón króna. Félagar í hjálparsveitinni æfðu notkun tækjanna í Hafnarfirði þar sem brutu niður veggi í auðu húsi og leituðu að fólki í lokuðum rýmum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×