Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum 20. september 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira