Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum 20. september 2004 00:01 Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira
Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt 8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum. Á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðastliðinn fimmtudag 16. september lagði forysta grunnskólakennara fram endurskoðaða kröfugerð sem felur að mati launanefndar sveitarfélaga (LN), í sér mun meiri kostnaðarauka en tilboð hennar frá því í vor. Samninganefnd LN gat alls ekki fallist á þá kröfu að því er fram kemur á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þá segir að Kennarasamband Íslands telji að kostnaðarhækkanir sveitarfélaga vegna kröfugerðar þeirra nemi við upphaf samnings 24,5 prósent en í árslok 2007 34,4 prósent. Ef samið yrði til ársloka 2008 myndi það leiða til 42,4 prósenta kostnaðarauka að mati KÍ. Samninganefnd LN segir að mönnum hafi þegar verið ljóst að í kostnaðarmat KÍ vantaði veigamikla þætti. Ekki hafi verið metin kaup á yfirvinnu til að halda uppi óbreyttu skólastarfi vegna verkefna sem nú tilheyra dagvinnuskyldu kennara. Einnig hafi vantað mat á þeim kostnaði sem krafa KÍ um fækkun skóladaga nemenda myndi þýða. Auk þess hafi ýmsir þættir kröfugerðarinnar verið vanmetnir af hálfu KÍ. Í ljósi þessa segist samninganefnd LN hafa endurmetið kröfugerð forystu KÍ og komist að því að ef fallist yrði á kröfurnar myndi upphafshækkun nema 42,4 prósentum en ekki 24,5 prósentum og hækkunin næmi samtals 53,7 prósentum í árslok 2007 eða sem samsvarar 8,7 milljörðum á ársgrundvelli. "Ef samið yrði til ársloka 2008 nemur kostnaðarmat LN á kröfunum 63,2 prósentum sem þýðir hækkun sem nemur samtals 10,4 milljörðum á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara árið 2004 nemur um 16,2 milljörðum. Síðla dags 19. september fékk samninganefnd LN munnleg skilaboð um að KÍ væri fallið frá kröfu sinni um 5 daga fækkun skóladaga nemenda og lækkar þá mat LN um tæplega 500 milljónir og nemur þá viðbótarkostnaðurinn við kröfur KÍ um 9,8 milljörðum. Einnig kynnti forysta kennara hugmynd að skammtímasamningi með gildistíma frá1. apríl 2004 til 31. júlí 2005 sem samninganefnd LN metur til 24,3 prósenta kostnaðarauka en KÍ hafði áður metið til 16 prósenta hækkunar. Samninganefnd LN hafnaði þessum tilboðum KÍ og ítrekaði tillögu sína að samningi sem felur í 16,3 prósenta kostnaðarhækkun m.v. árslok 2007 og 18,6 prósent m.v. árslok 2008," segir á heimasíðu Sambands sveitarfélaga.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Fleiri fréttir Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Sjá meira