Meirihluti á móti ríkisstjórninni 20. september 2004 00:01 Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira