Eignatjón minnkaði um helming 17. júlí 2004 00:01 Ástand brunavarna er slæmt í nær helmingi gistiheimila að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnunar. Björn Karlsson, brunamálastjóri, telur þó að tölurnar segi ekki alla söguna. "Við erum með einfalt einkunnarkerfi sem metur það hvort aðbúnaður sé samkvæmt bygginareglugerð eða ekki. Það sem tölurnar sýna er að 46 prósent gistiheimila uppfylla ekki reglugerðina að öllu leiti." Ástand gistihúsa hefur ekkert batnað frá árinu 1997 og segir Björn fjölgun þeirra vera helstu skýringuna. "Það er þó nauðsynlegt að taka á ástandinu þar sem það er slæmt, í næstum helming tilvika." Þegar framhaldsskólar víðs vegar um landið voru skoðaðir kom í ljós að 24 prósent þeirra eru með slæmar brunarvarnir og fjögur prósent með algjörlega óviðunandi. Þessar tölur sýna þó að ástandið hefur batnað verulega frá árinu 1998 þegar 60 prósent framhaldsskóla var með slæmar eða óviðunandi brunavarnir. Auk framhaldsskólanna og gistihúsanna gerði Brunamálastofnun könnun á veiðihúsum. Þegar þær tölur eru kannaðar kemur í ljós að sá flokkur hefur hlutfallslega flest í óviðunandi ástandi eða þrettán prósent. Stærstu fréttirnar segir Björn þær að eignatjón vegna bruna á síðasta ár var helmingi minna en undanfarin þrjú ár eða 880 milljónir auk þess sem ekkert manntjón var vegna bruna. "Það eru auðvitað alltaf vissar tölfræðilegar sveiflur í tölum sem þessum en þetta er töluverð breyting. Helsta ástæða þessarar þróunar er sú að slökkviliðin hafa aukið samvinnu sína verulega. Sameining hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og það hefur leitt af sér mun öflugri útkallsdeildir. Þeir eru fljótari á staðinn og það eru oft örfáar mínútur sem stjórna því hvort við fáum stórt eða lítið tjón," segir Björn og bætir því við að öflugt forvarnarstarf sé þó einnig að skila árangri. Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Ástand brunavarna er slæmt í nær helmingi gistiheimila að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Brunamálastofnunar. Björn Karlsson, brunamálastjóri, telur þó að tölurnar segi ekki alla söguna. "Við erum með einfalt einkunnarkerfi sem metur það hvort aðbúnaður sé samkvæmt bygginareglugerð eða ekki. Það sem tölurnar sýna er að 46 prósent gistiheimila uppfylla ekki reglugerðina að öllu leiti." Ástand gistihúsa hefur ekkert batnað frá árinu 1997 og segir Björn fjölgun þeirra vera helstu skýringuna. "Það er þó nauðsynlegt að taka á ástandinu þar sem það er slæmt, í næstum helming tilvika." Þegar framhaldsskólar víðs vegar um landið voru skoðaðir kom í ljós að 24 prósent þeirra eru með slæmar brunarvarnir og fjögur prósent með algjörlega óviðunandi. Þessar tölur sýna þó að ástandið hefur batnað verulega frá árinu 1998 þegar 60 prósent framhaldsskóla var með slæmar eða óviðunandi brunavarnir. Auk framhaldsskólanna og gistihúsanna gerði Brunamálastofnun könnun á veiðihúsum. Þegar þær tölur eru kannaðar kemur í ljós að sá flokkur hefur hlutfallslega flest í óviðunandi ástandi eða þrettán prósent. Stærstu fréttirnar segir Björn þær að eignatjón vegna bruna á síðasta ár var helmingi minna en undanfarin þrjú ár eða 880 milljónir auk þess sem ekkert manntjón var vegna bruna. "Það eru auðvitað alltaf vissar tölfræðilegar sveiflur í tölum sem þessum en þetta er töluverð breyting. Helsta ástæða þessarar þróunar er sú að slökkviliðin hafa aukið samvinnu sína verulega. Sameining hefur átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu og það hefur leitt af sér mun öflugri útkallsdeildir. Þeir eru fljótari á staðinn og það eru oft örfáar mínútur sem stjórna því hvort við fáum stórt eða lítið tjón," segir Björn og bætir því við að öflugt forvarnarstarf sé þó einnig að skila árangri.
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira