Skelfilegt óréttlæti 17. júlí 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Það er enginn sem borgar þennan skatt annar en verkafólk í fiskiðnaði og það er skelfilegt óréttlæti," segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Einar Oddur hefur lýst sig andvígan sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegsfyrirtækjum frá september næstkomandi. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur einnig gagnrýnt gjaldtökuna og telur að hún muni ekki stuðla að sátt um sjávarútveginn. "Þetta gjald rýrir að sjálfsögðu samkeppnisstöðu þessarar greinar," segir Einar Oddur. "Við lifum á þessum matvælaiðnaði sem keppir við öll matvæli í heiminum. Þegar við skattleggjum þessa grein getur það ekki haft neinar aðrar afleiðingar en að hæfni greinarinnar til að borga laun rýrnar að sama skapi." Einar Oddur telur hugmyndafræðina bak við skattinn misskilning. "Þeir ætla skattlagningunni að ná í ímyndaða gullrassa sem grætt hafa á kvótakerfinu. Það er algjör misskilningur því þessi skattur leggst beint á verkafólkið." "Þetta var niðurstaða margra ára umræðu í þjóðfélaginu," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þetta er málamiðlun þar sem verið er að taka tillit til mjög margra sjónarmiða." Að sögn Árna var fyrst og fremst litið til þess að atvinnugreinin ætti að standa undir þeim kostnaði sem til félli hjá hinu opinbera af völdum greinarinnar. Þá ætti þjóðin að fá sjáanlega hlutdeild í auðlindararðinum. "Valin var hófleg leið sem byggist á afkomu greinarinnar í heild," segir Árni. "Því er lítil ef nokkur hætta á því að gjaldtakan gangi svo nærri greininni að hún ráði úrslitaáhrifum um framtíð einstakra byggða eða hluta greinarinnar. Auðvitað hefði verið hægt að fara ýmsar leiðir en ég efast um að aðrar leiðir sem voru á borðinu hafi verið útgerðarmönnum hagstæðari eða hugnanlegri." Árni telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ekki munu skaðast verulega við gjaldtökuna. "Þetta er hóflegt gjald, tengt afkomunni og tekið upp í áföngum. Þannig að ef svo væri hefur greinin tíma til þess að aðlaga sig að því." Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Það er enginn sem borgar þennan skatt annar en verkafólk í fiskiðnaði og það er skelfilegt óréttlæti," segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Einar Oddur hefur lýst sig andvígan sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegsfyrirtækjum frá september næstkomandi. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur einnig gagnrýnt gjaldtökuna og telur að hún muni ekki stuðla að sátt um sjávarútveginn. "Þetta gjald rýrir að sjálfsögðu samkeppnisstöðu þessarar greinar," segir Einar Oddur. "Við lifum á þessum matvælaiðnaði sem keppir við öll matvæli í heiminum. Þegar við skattleggjum þessa grein getur það ekki haft neinar aðrar afleiðingar en að hæfni greinarinnar til að borga laun rýrnar að sama skapi." Einar Oddur telur hugmyndafræðina bak við skattinn misskilning. "Þeir ætla skattlagningunni að ná í ímyndaða gullrassa sem grætt hafa á kvótakerfinu. Það er algjör misskilningur því þessi skattur leggst beint á verkafólkið." "Þetta var niðurstaða margra ára umræðu í þjóðfélaginu," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þetta er málamiðlun þar sem verið er að taka tillit til mjög margra sjónarmiða." Að sögn Árna var fyrst og fremst litið til þess að atvinnugreinin ætti að standa undir þeim kostnaði sem til félli hjá hinu opinbera af völdum greinarinnar. Þá ætti þjóðin að fá sjáanlega hlutdeild í auðlindararðinum. "Valin var hófleg leið sem byggist á afkomu greinarinnar í heild," segir Árni. "Því er lítil ef nokkur hætta á því að gjaldtakan gangi svo nærri greininni að hún ráði úrslitaáhrifum um framtíð einstakra byggða eða hluta greinarinnar. Auðvitað hefði verið hægt að fara ýmsar leiðir en ég efast um að aðrar leiðir sem voru á borðinu hafi verið útgerðarmönnum hagstæðari eða hugnanlegri." Árni telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ekki munu skaðast verulega við gjaldtökuna. "Þetta er hóflegt gjald, tengt afkomunni og tekið upp í áföngum. Þannig að ef svo væri hefur greinin tíma til þess að aðlaga sig að því."
Fréttir Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira