Skelfilegt óréttlæti 17. júlí 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Það er enginn sem borgar þennan skatt annar en verkafólk í fiskiðnaði og það er skelfilegt óréttlæti," segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Einar Oddur hefur lýst sig andvígan sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegsfyrirtækjum frá september næstkomandi. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur einnig gagnrýnt gjaldtökuna og telur að hún muni ekki stuðla að sátt um sjávarútveginn. "Þetta gjald rýrir að sjálfsögðu samkeppnisstöðu þessarar greinar," segir Einar Oddur. "Við lifum á þessum matvælaiðnaði sem keppir við öll matvæli í heiminum. Þegar við skattleggjum þessa grein getur það ekki haft neinar aðrar afleiðingar en að hæfni greinarinnar til að borga laun rýrnar að sama skapi." Einar Oddur telur hugmyndafræðina bak við skattinn misskilning. "Þeir ætla skattlagningunni að ná í ímyndaða gullrassa sem grætt hafa á kvótakerfinu. Það er algjör misskilningur því þessi skattur leggst beint á verkafólkið." "Þetta var niðurstaða margra ára umræðu í þjóðfélaginu," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þetta er málamiðlun þar sem verið er að taka tillit til mjög margra sjónarmiða." Að sögn Árna var fyrst og fremst litið til þess að atvinnugreinin ætti að standa undir þeim kostnaði sem til félli hjá hinu opinbera af völdum greinarinnar. Þá ætti þjóðin að fá sjáanlega hlutdeild í auðlindararðinum. "Valin var hófleg leið sem byggist á afkomu greinarinnar í heild," segir Árni. "Því er lítil ef nokkur hætta á því að gjaldtakan gangi svo nærri greininni að hún ráði úrslitaáhrifum um framtíð einstakra byggða eða hluta greinarinnar. Auðvitað hefði verið hægt að fara ýmsar leiðir en ég efast um að aðrar leiðir sem voru á borðinu hafi verið útgerðarmönnum hagstæðari eða hugnanlegri." Árni telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ekki munu skaðast verulega við gjaldtökuna. "Þetta er hóflegt gjald, tengt afkomunni og tekið upp í áföngum. Þannig að ef svo væri hefur greinin tíma til þess að aðlaga sig að því." Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson telur að veiðigjald sem lagt verður á sjávarútvegsfyrirtæki frá september verði greitt af verkafólki í fiskiðnaði sem hann segir skelfilegt óréttlæti. Sjávarútvegsráðherra segir gjaldið hóflegt. Það er enginn sem borgar þennan skatt annar en verkafólk í fiskiðnaði og það er skelfilegt óréttlæti," segir Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður. Einar Oddur hefur lýst sig andvígan sex prósenta veiðigjaldi sem tekið verður af sjávarútvegsfyrirtækjum frá september næstkomandi. Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur einnig gagnrýnt gjaldtökuna og telur að hún muni ekki stuðla að sátt um sjávarútveginn. "Þetta gjald rýrir að sjálfsögðu samkeppnisstöðu þessarar greinar," segir Einar Oddur. "Við lifum á þessum matvælaiðnaði sem keppir við öll matvæli í heiminum. Þegar við skattleggjum þessa grein getur það ekki haft neinar aðrar afleiðingar en að hæfni greinarinnar til að borga laun rýrnar að sama skapi." Einar Oddur telur hugmyndafræðina bak við skattinn misskilning. "Þeir ætla skattlagningunni að ná í ímyndaða gullrassa sem grætt hafa á kvótakerfinu. Það er algjör misskilningur því þessi skattur leggst beint á verkafólkið." "Þetta var niðurstaða margra ára umræðu í þjóðfélaginu," segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. "Þetta er málamiðlun þar sem verið er að taka tillit til mjög margra sjónarmiða." Að sögn Árna var fyrst og fremst litið til þess að atvinnugreinin ætti að standa undir þeim kostnaði sem til félli hjá hinu opinbera af völdum greinarinnar. Þá ætti þjóðin að fá sjáanlega hlutdeild í auðlindararðinum. "Valin var hófleg leið sem byggist á afkomu greinarinnar í heild," segir Árni. "Því er lítil ef nokkur hætta á því að gjaldtakan gangi svo nærri greininni að hún ráði úrslitaáhrifum um framtíð einstakra byggða eða hluta greinarinnar. Auðvitað hefði verið hægt að fara ýmsar leiðir en ég efast um að aðrar leiðir sem voru á borðinu hafi verið útgerðarmönnum hagstæðari eða hugnanlegri." Árni telur samkeppnisstöðu fyrirtækja ekki munu skaðast verulega við gjaldtökuna. "Þetta er hóflegt gjald, tengt afkomunni og tekið upp í áföngum. Þannig að ef svo væri hefur greinin tíma til þess að aðlaga sig að því."
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira