Jarðskjálfti í Slóveníu og Ítalíu
Jarðskjálfti upp á 5,2 á Richter skók Slóveníu og norðvesturhluta Ítalíu um þrjúleytið í dag að staðartíma. Engin alvarleg meiðsl hafa verið tilkynnt en skjálftans varð m.a. vart í Feneyjum. Þó er ekki vitað um afdrif tveggja fjallgöngumanna sem voru staddir nálægt upptökum skjálftans í Kobarid í Slóveníu sem er fimmtán kílómetra frá landamærunum að Ítalíu. Fregnir herma að miklar skriður hafa fallið á svæðinu.