Innlent

Á háa C með léttum leik

Sumir söngvarar keppast alla ævi við að syngja háa C-ið en ná því aldrei. Eyjapeyi gerir sér lítið fyrir og syngur lítilli þríund hærra en það. Alexander Jarl Þorsteinsson er ekki nema tíu ára gamall en býr þegar yfir kraftmikilli rödd og háum tónum, leikur sér að því að fara yfir háa C-ið, eins og hann gerði á 40 ára afmæli Náttúrugripasafnsins í Eyjum. Þar hafði sprungið gler í steinbítsbúri og sjór lekið um allt en hvort það sé háum tónum Alexanders Jarls að kenna skal ósagt látið. Alexander segist hafa sungið frá því hann var sjö ára þegar afi hans spilaði fyrir hann disk með undradrengnum Robertino.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×