Innlent

Sameining á döfinni

Líklegt þykir að þrjú sveitarfélög á Fjótsdalshéraði fyrir austan land, Austur- og Norður-Héruð og Fellahreppur, verði sameinuð innan tíðar. Var það samþykkt á sérstökum fundi sveitarstjórnanna í fyrrakvöld en íbúar á þessum svæðum samþykktu sameiningu í kosningum sem fóru fram á sama tíma og kosið var til forseta lýðveldisins. Sameining var hins vegar felld af íbúum Fljótsdalshrepps með talsverðum mun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×