Sögðu já undir þrýstingi 6. desember 2004 00:01 Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira