Sögðu já undir þrýstingi 6. desember 2004 00:01 Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Grunnskólakennarar eru ekki himinhrópandi ánægðir með nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin þó þeir hafi samþykkt hann í allsherjaratkvæðagreiðslu, segir Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara. Trúnaðarmaður kennara segir forystu þeirra þurfa að hugsa sinn gang. Finnbogi segir margir kennara hafa sagt já til þess að forðast gerðardóm: "Menn stóðu frammi fyrir tveimur kostum. Meirihlutinn valdi að segja já en það er hins vegar ljóst að það þarf að vinna ákaflega vel með þennan samning." Athuga verði að framkvæmd hans verði eins og til hafi verið sáð. Valgerður Eiríksdóttir trúnaðarmaður í Fellaskóla segir að af tvennu illu hafi samninginn verið skárri kost en gerðardómur. "Ég held að flestir hafi jafnvel átt von á því að samningurinn félli." Margir hafi verið óánægðir en bætt starfskilyrði og bætt lífeyrisréttindi hafi vegið þungt í því að samningurinn hafi verið samþykktur því launahækkunin hafi verið ónóg. "Ég er hrædd um að stjórn grunnskólafélagsins þurfi að hugsa sinn gang," segir Valgerður. Stjórnin hafi lagt fram samning sem rétt hafi skriðið í gegnum atkvæðagreiðslu þrátt fyrir að vera ekki lagt frá þeim sem þeir lögðu upp með í upphafi samningaviðræðnanna. "Samningurinn var ekki gerður undir venjulegum kringumstæðum. Það voru allir í úlfakreppu. Það voru engar leiðir færar og búið að þrykkja fólki upp að vegg og þannig er hljóðið í fólki." Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla segir niðurstöðuna sýna að kennara séu ekki sáttir. Sjálfur hafi hann heldur kosið með samningnum en að fara með deiluna fyrir gerðardóm. Hann segir aðspurður erfitt að ráða í hver staðan verði eftir fjögur ár þegar samningurinn renni út: "Það þarf að gera þjóðarsátt um að hækka launin það verulega að menn geti verið sáttir við sitt og friður ríki um skólastarf."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira