Innlent

Velta í Ánanaustum

Fólksbifreið endastakkst og valt nokkrar veltur við hringtorgið í Ánanaustum í vesturborginni laust eftir klukkan 11 í morgun. Þrír ungir menn í bílnum máttu þakka fyrir að stórslasa sig ekki, því að auk þess að lenda á hvolfi skall bíllinn á ljósastaur. Tveir voru fluttir með minniháttar meiðsl á slysadeild en einn slapp ómeiddur. Að öðru leyti riðu engin stóráföll yfir, sem komu til kasta lögreglu, slökkviliðs eða sjúkraliðs, ef frá er talið útkall í austurborginni vegna reyks sem stafaði frá örbylgjuofni þar sem mistókst að sjóða snuð fyrir ungbarn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×