Flugþjónar í Austurlöndum 22. september 2004 00:01 Sjómenn á hafi úti, flugþjónar í Austurlöndum og veðurathugunarmenn á Hveravöllum. Allir hafa þeir stundað nám hver á sínum stað en þó við sömu menntastofnun, Fjölbraut í Ármúla. Fjarnám - það er lykillinn. Nú stunda þrettán hundruð manns fjarnám við Ármúlaskólann. Fólk af öllu landinu, að sögn skólameistarans Sölva Sveinssonar. Hann flokkar það í nokkra hópa. "Í fyrsta lagi erum við með 150 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa komið upp úr 9. bekk með mjög góðar einkunnir. Þeir velja sér gjarnan einn áfanga í fjarnámi með 10. bekknum. Í öðru lagi þjónustum við aðra framhaldsskóla, til dæmis hinn nýja skóla Snæfellinga og einum hópi kennum við spænsku austur á Egilsstöðum. Síðan er fólk á öllum aldri sem á tiltölulega stutt í land með að ljúka starfsnámi eða stúdentsprófi. "Þitt nám þegar þér hentar", eru kjörorð okkar fyrir fjarnámið." Sölvi segir fjarnámsnemendur geta lært hvenær sem er, tekið próf reglulega og fengið niðurstöðuna strax. "Kennarinn sér svo hvenær þeir voru að læra og hvað þeir fengu í prófinu," útskýrir hann. En er ekki eitthvað um að fólk heltist úr lestinni í fjarnáminu? "Það fækkar jú alltaf eitthvað," viðurkennir Sölvi. "Brottfallið er samt alltaf að minnka. Kennararnir eru komnir með svo gott efni og það skilar sér í betri ástundun. Við erum líka treg til að hleypa fólki í meira en níu einingar því reynslan segir okkur að þeim mun meira sem fjarnámsnemendur hafa undir þeim mun meira er brottfallið." -En er eitthvað um að Reykvíkingar séu í fjarnámi við skólann? "Já, þótt fjarnám sé í eðli sínu óstaðbundið þá er samt meirihluti okkar nemenda úr póstnúmerum 1-200 meðan Verkmenntaskólinn á Akureyri sópar til sín fólki í fjarnám sem er í póstnúmerunum 6-700. Þetta hentar nefnilega vinnandi fólki svo vel." Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira
Sjómenn á hafi úti, flugþjónar í Austurlöndum og veðurathugunarmenn á Hveravöllum. Allir hafa þeir stundað nám hver á sínum stað en þó við sömu menntastofnun, Fjölbraut í Ármúla. Fjarnám - það er lykillinn. Nú stunda þrettán hundruð manns fjarnám við Ármúlaskólann. Fólk af öllu landinu, að sögn skólameistarans Sölva Sveinssonar. Hann flokkar það í nokkra hópa. "Í fyrsta lagi erum við með 150 nemendur í grunnskólum Reykjavíkur sem hafa komið upp úr 9. bekk með mjög góðar einkunnir. Þeir velja sér gjarnan einn áfanga í fjarnámi með 10. bekknum. Í öðru lagi þjónustum við aðra framhaldsskóla, til dæmis hinn nýja skóla Snæfellinga og einum hópi kennum við spænsku austur á Egilsstöðum. Síðan er fólk á öllum aldri sem á tiltölulega stutt í land með að ljúka starfsnámi eða stúdentsprófi. "Þitt nám þegar þér hentar", eru kjörorð okkar fyrir fjarnámið." Sölvi segir fjarnámsnemendur geta lært hvenær sem er, tekið próf reglulega og fengið niðurstöðuna strax. "Kennarinn sér svo hvenær þeir voru að læra og hvað þeir fengu í prófinu," útskýrir hann. En er ekki eitthvað um að fólk heltist úr lestinni í fjarnáminu? "Það fækkar jú alltaf eitthvað," viðurkennir Sölvi. "Brottfallið er samt alltaf að minnka. Kennararnir eru komnir með svo gott efni og það skilar sér í betri ástundun. Við erum líka treg til að hleypa fólki í meira en níu einingar því reynslan segir okkur að þeim mun meira sem fjarnámsnemendur hafa undir þeim mun meira er brottfallið." -En er eitthvað um að Reykvíkingar séu í fjarnámi við skólann? "Já, þótt fjarnám sé í eðli sínu óstaðbundið þá er samt meirihluti okkar nemenda úr póstnúmerum 1-200 meðan Verkmenntaskólinn á Akureyri sópar til sín fólki í fjarnám sem er í póstnúmerunum 6-700. Þetta hentar nefnilega vinnandi fólki svo vel."
Nám Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Sjá meira