Erlent

Njósn frá æðri stöðum?

Talið er að uppreisnarmönnum hafi borist njósn frá æðri stöðum um ferðir írösku hermannanna 50 sem myrtir voru í gær. Embættismenn í Írak segja að uppreisnarmenn hljóti að hafa fengið upplýsingar um að hermennirnir væru á leið heim í rútunum og að því er virðist, veitt þeim launsátur. Hópur jórdanskra uppreisnarmanna undir forystu Abu Musab al-Zarqawi hafa lýst ábyrgð á morðunum á hendur sér. Hópurinn breytti nýlega nafni sínu í al-Qaeda - samtökin fyrir heilagt stríð í Írak. Lík hermannanna fundust á afsekktum vegarkafla norð-austurhluta landsins. Hermennirnir, sem voru klæddir eins og óbreyttir borgarar, höfðu nýlokið þjálfun og voru á leið heim í leyfi þegar setið var fyrir þeim og þeir drepnir. Svo virðist sem að um aftökur hafi verið að ræða en skotsárum á líkum bera þess merki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×