Innlent

Fannar saklaus og Bragi kærður

"Maður er í sigurvímu," segir Drífa Kristjánsdóttir móðir Fannars Ólafssonar landsliðsmanns í körfubolta. Í mars hóf lögreglan rannsókn á meintum kynferðisafbrotum Fannars gegn tveimur stúlkum á meðferðarheimilinu Torfastöðum. Fannar er sonur þeirra sem reka meðferðarheimilið og hefur starfað þar á sumrin. hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. "Þetta hefur verið hræðilegt fyrir alla," segir Drífa, "aðallega fyrir Fannar son minn. Hann missti vinnuna í kjölfar þess sem málið kom upp og hefur verið neitað um vinnu á öðrum stöðum meðan óvissa ríkti um málið. Nú er hann staddur í Grikklandi þar sem verið er að skoða hann sem leikmann fyrir körfuknattleikslið í Aþenu. Hann varð að komast burt frá landinu." Ekki náðist í Fannar sjálfan sem er á fullu við æfingar. Á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur segir að Fannar hafi orðið afar glaður þegar honum bárust tíðindin og fundist þungu fargi af sér létt. Hann hafi "hoppað hátt og troðið mikið á æfingu í dag", segir á heimasíðunni.  Ríkissaksóknari vísaði málinu frá á föstudaginn fyrir helgi. Móðir Fannars hefur kært Braga Guðbrandsson, forstöðumann Barnaverndarstofu, til félagsmálaráðherra og umboðsmanns Alþingis vegna framgöngu hans í málinu. Ítarleg umfjöllun er um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×