Innlent

Loðnuveiðar heimilaðar

Innan sjávarútvegsráðuneytisins hefur verið ákveðið að heimila loðnuflotanum að veiða rúmlega 220 þúsund lestir af loðnu en undanfarið hefur farið fram ítarleg leit að loðnu. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Árni Friðriksson, kom til hafnar í gær eftir slíkan leiðangur en í honum tóku þátt nokkur íslensk loðnuveiðiskip auk grænlenskra aðila. Um bráðabirgðakvóta í loðnu er að ræða enda liggur ekki fyrir hvenær endurmat á loðnustofninum fer fram. Ræðst það að einhverju leyti af gangi sumarveiðanna sem þegar eru hafnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×