Innlent

Sátt um Gjábakkaveg

Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, óttast ekki að það hafi áhrif á vegaframkvæmdir við Gjábakkaveg að Þingvellir hafi verið samþykktir á heimsminjaskrá. Hann segir að sátt hafi þegar náðst um það hvar vegurinn eigi að liggja. Vegurinn á að liggja utan þjóðgarðs og því telur Ragnar að það sé komin breið sátt um veginn, a.m.k. á milli heimamanna og þingvallanefndar. Hann á samt von á því að fá gagnrýni frá einhverjum aðilum. Ragnar segir það einfaldlega hluta af því að koma Þingvöllum á heimsminjaskrá að hafa öruggt og gott aðgengi að þjóðgarðinum. Hægt er að hlusta á viðtal við Ragnar Sæ með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni í fréttayfirlitinu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×