Innlent

Lögreglan borgar fyrir upplýsingar

Albert Jónsson, sjómaður í Bolungarvík, ætlar að kæra lögregluna á Ísafirði fyrir einelti. Hann telur hana leggja fé sér til höfuðs. Á upptöku sem DV hefur undir höndum, heyrist hvar Hlynur Snorrason varðstjóri lögreglunnar býður Karli Elíassyni, vini Alberts, peninga fyrir upplýsingar um ferðir hans. Ekkert er hins vegar ólöglegt við að borga fyrir upplýsingar. Bogi Nilsson ríkissaksóknari staðfestir í samtali við DV að lögreglan borgi fyrir upplýsingar í vissum málum. Það sé hins vegar fyrst og fremst gert í stórum og alvarlegum málum. Meira um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×