Innlent

Dorgað í blíðunni

Fátt er vænlegra fyrir íbúa Neskaupstaðar til að ná sér niður eftir innrás þúsunda ferðamanna á Neistaflug sem fram fór þar í bæ um verslunarmannahelgina en að tylla sér á bryggjukant í blíðviðri og dorga. Það er einmitt það sem þau Ólöf og Bjarki gerðu um helgina en margir aðrir bæjarbúar flýðu á vit ævintýra úti í löndum. Er ekki óalgengt að fjöldi fólks láti sig hverfa að afloknu Neistaflugi, sem er stærsta hátíð á Austurlandi á ári hverju. Ekki höfðu skötuhjúin fengið fisk þegar blaðamenn bar að en orðið vör oftar en einu sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×