Innlent

Líðan mannsins ókunn

Engar upplýsingar hafa fengist um líðan mannsins sem ók jeppa inn um glugga á JL-húsinu við Ánanaust á ellefta tímanum í morgun. Hann fékk aðsvif undir stýri og var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild. Ekki er vitað hað olli aðsvifinu en að sögn lögreglu er talið líklegt að hann hafi fengið hjartastopp. Bíll mannsins fór yfir hringtorgið við Ánanaust, yfir götukant og inn á bílastæði Nóatúns og þaðan inn um glugga verslunarinnar. Bifreiðin stöðvaðist á kanti rétt fyrir innan gluggann. Brunahani sem maðurinn klessti á og brotnaði við áreksturinn tók mesta höggið og því fór einungis fremsti hluti bílsins inn í húsið sjálft. Engir viðskiptavinir voru nálægt rúðunni þegar jeppinn ók inn en starfsfólki, sem stóð nálægt rúðunni, brá skiljanlega mjög. Versluninni var þó ekki lokað í kjölfar árekstursins. Sjúkrabíll kom þegar á staðinn og flutti manninn meðvitundarlausan á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×