Innlent

Óheimilt að kynna áskriftartilboð

Samskeppnisstofnun úrskurðaði í dag í máli Og Vodafone gegn Landssímanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að Landssími Íslands hf. hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum". Landssíma Íslands er því óheimilt að kynna áskriftartilboðið eða skrá nýja viðskiptavini sakmvæmt tilboðinu. Forsaga málsins er sú að Og fjarskipti (Vodafone), fór þess á leit við Samkeppnisstofnun að hún tæki bráðabirgðaákvörðun vegna misnotkunar Landssíma Íslands hf. á markaðsráðandi stöðu á fjarskiptamarkaði. Töldu þeir að tilboðið "Allt saman hjá Símanum", þar sem fólki er boðið að kaupa talsíma-, farsíma- og internetþjónustu, fæli í sér skaðlega undirverðlagningu með því að veita tryggðarafslætti og tvinna saman ólíka þjónustu í því skyni að hamla samkeppni. Landssíminn sagði að erindi Vodafone væri á misskilningi byggt. Samkeppnisstofnun tók í niðurstöðu sinni tillit til þess að hlutdeild Landssímans á fjarskipamarkaði er um 75% en Vodafone um 25%. Þá tók hún tillit til kynningar Landssímans á tilboðinu. Telur Samkeppnisstofnun að framsetning tilboðsins hafi verið til þess fallin að skapa alvarlegan misskilning hjá kaupendum. Þá þótti ljóst að yfirlýstur tilgangur Landssímans með tilboðinu væri að verðlauna sérstaklega þá viðskiptavini sem kaupa alla eða sem mesta fjarskiptaþjónustu hjá fyrirtækinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×