Innlent

Beðið eftir DNA

Senda þurfti blóðið sem fannst á heimili Hákonar Eydal í DNA rannsókn erlendis. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði í DV í fyrradag að lögreglan væri enn í sömu sporum og þegar Hákon Eydal var handtekinn á þriðjudagsmorgunn. Heimildir DV herma herma að þess sé beðið að Hákon opni sig um það sem gerðist á heimili hans við Stórholt örlaganóttina þegar indónesíska konan Sri Rahmawati hvarf. Í DV í dag er ítarleg umfjöllun um Sri sem hvarf sporlaust fyrir sex dögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×