Mismunun segir Halldór Grönvald 23. september 2004 00:01 Fólk sem ekki vinnur hjá ríkinu á ekki rétt á orlofsgreiðslum í fæðingarorlofi, samkvæmt dómi héraðsdóms í morgun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir fæðingarorlof því styttra en lög kveða á um og að fólki á vinnumarkaði sé mismunað. ASÍ höfðaði mál gegn Tryggingastofnun og krafðist þess að viðurkennt yrði að aðildarfélagar í sambandinu sem ávinna sér ekki rétt til orlofslauna í launalausu fæðingarorlofi, eigi rétt á orlofsgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun segir að réttur til orlofsgreiðslu verði ekki talinn til starfstengdra réttinda sem fólk öðlast samkvæmt kjarasamningum og samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins eigi launþegar rétt á að minnsta kosti fjögurra vikna launuðu orlofi árlega, en sú tilskipun tryggi ekki rétt til slíkra greiðslna úr sjóðnum. Lögmaður ASÍ benti á að ríkisstarfsmenn ávinni sér slíkan rétt á meðan þeir eru í fæðingarorlfi og þarna sé því um mismunun að ræða. Héraðsdómur segir það misræmi ekki breyta efni Evrópureglnanna. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segist ósáttur við útkomuna, enda segir hann að verið sé að staðfesta það að raunverulegur tími fæðingarorlofs fólks á vinnumarkaði sé ekki sá tími sem lögin geri ráð fyrir. Verið sé að skera almenna orlofstöku á móti. Einnig sé verið að mismuna fólki á vinnumarkaði, þar sem sumir njóti betri réttinda en aðrir úr ríkissjóði og það sé afleit niðurstaða, sem sé ekki í samræmi við niðurstöðuna sem félagsmálaráðherra hafi gefið Alþingi í fyrra. Ljóst er að þetta mál snertir marga og því hlýtur að vera brýnt að fá niðurstöðu Hæstaréttar í málinu og áfrýja því. Halldór segir að verið sé að skoða það núna og vel kunni að vera að matið sé það að lögin séu ekki fullkomnari en þetta og þá þurfi að leita réttar á hinum pólitíska vettvangi en ekki þeim lögfræðilega. Eins og fyrr segir, njóta ríkisstarfsmenn meiri réttinda en starfsmenn á almennum markaði hvað þetta varðar og er launþegum því mismunað. Halldór segir markmið laganna vera að jafna réttindi fólks á vinnumarkaði, en þessi framkvæmd gangi klárlega gegn því. Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Fólk sem ekki vinnur hjá ríkinu á ekki rétt á orlofsgreiðslum í fæðingarorlofi, samkvæmt dómi héraðsdóms í morgun. Aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir fæðingarorlof því styttra en lög kveða á um og að fólki á vinnumarkaði sé mismunað. ASÍ höfðaði mál gegn Tryggingastofnun og krafðist þess að viðurkennt yrði að aðildarfélagar í sambandinu sem ávinna sér ekki rétt til orlofslauna í launalausu fæðingarorlofi, eigi rétt á orlofsgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun segir að réttur til orlofsgreiðslu verði ekki talinn til starfstengdra réttinda sem fólk öðlast samkvæmt kjarasamningum og samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins eigi launþegar rétt á að minnsta kosti fjögurra vikna launuðu orlofi árlega, en sú tilskipun tryggi ekki rétt til slíkra greiðslna úr sjóðnum. Lögmaður ASÍ benti á að ríkisstarfsmenn ávinni sér slíkan rétt á meðan þeir eru í fæðingarorlfi og þarna sé því um mismunun að ræða. Héraðsdómur segir það misræmi ekki breyta efni Evrópureglnanna. Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segist ósáttur við útkomuna, enda segir hann að verið sé að staðfesta það að raunverulegur tími fæðingarorlofs fólks á vinnumarkaði sé ekki sá tími sem lögin geri ráð fyrir. Verið sé að skera almenna orlofstöku á móti. Einnig sé verið að mismuna fólki á vinnumarkaði, þar sem sumir njóti betri réttinda en aðrir úr ríkissjóði og það sé afleit niðurstaða, sem sé ekki í samræmi við niðurstöðuna sem félagsmálaráðherra hafi gefið Alþingi í fyrra. Ljóst er að þetta mál snertir marga og því hlýtur að vera brýnt að fá niðurstöðu Hæstaréttar í málinu og áfrýja því. Halldór segir að verið sé að skoða það núna og vel kunni að vera að matið sé það að lögin séu ekki fullkomnari en þetta og þá þurfi að leita réttar á hinum pólitíska vettvangi en ekki þeim lögfræðilega. Eins og fyrr segir, njóta ríkisstarfsmenn meiri réttinda en starfsmenn á almennum markaði hvað þetta varðar og er launþegum því mismunað. Halldór segir markmið laganna vera að jafna réttindi fólks á vinnumarkaði, en þessi framkvæmd gangi klárlega gegn því.
Fréttir Innlent Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent