Eyðsluflipp hjá Sævari Karli 27. júlí 2004 00:01 "Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snappað eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun," segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert. "Svo hef ég ekki getað notað neitt af þessu nema gallajakkann, sem ég flokka reyndar undir bestu kaup." Bryndís vill taka það skýrt fram að ekki sé við verslun Sævars Karls að sakast í þessu efni. "Fötin þar eru æðisleg, það vantar ekki, þetta var bara ég persónulega sem var á eyðslufylleríi. Kjóllinn til dæmis klæddi mig ekki og var úr þannig efni að ég fékk sár undir handarkrikana. Ég var eins og fáviti í gallabuxunum og pilsið, sem er rosalega krúttlegt, er bara engan veginn ég. En ég hef varla farið úr gallajakkanum í fimm ár." Bryndís er búin að leggja kortinu og kaupir ekki lengur út á krít. "Ég reyni að vera meðvituð í peningamálum og er alltaf að bæta mig. Kærastinn hefur líka mjög góð áhrif á mig, hann er svo ábyrgur," segir Bryndís og hlær. "En ég versla samt ekkert endilega á tilboðum og fæ grænar bólur þegar ég hugsa um útsölur. Ég er enginn gramsari," segir hún og vill endilega að það komi fram að þau í Búðarbandinu séu ferlega meðvituð og alltaf að spara peninga jafnframt því að spila frábæra tónlist á Prikinu. edda@frettabladid.is Fjármál Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
"Eftir að ég eignaðist barnið mitt fór ég í Sævar Karl, þakka þér kærlega fyrir, og keypti mér kjól, jakka, buxur, peysu og pils og allt á raðgreiðslum. Ég held ég hafi snappað eftir fæðinguna eða eitthvað, ég var svo mikil pæja og hetja og þurfti svo mikil verðlaun," segir Bryndís Ásmundsdóttir, söngkona og stuðbolti með Búðarbandinu, aðspurð um verstu kaup sem hún hefur gert. "Svo hef ég ekki getað notað neitt af þessu nema gallajakkann, sem ég flokka reyndar undir bestu kaup." Bryndís vill taka það skýrt fram að ekki sé við verslun Sævars Karls að sakast í þessu efni. "Fötin þar eru æðisleg, það vantar ekki, þetta var bara ég persónulega sem var á eyðslufylleríi. Kjóllinn til dæmis klæddi mig ekki og var úr þannig efni að ég fékk sár undir handarkrikana. Ég var eins og fáviti í gallabuxunum og pilsið, sem er rosalega krúttlegt, er bara engan veginn ég. En ég hef varla farið úr gallajakkanum í fimm ár." Bryndís er búin að leggja kortinu og kaupir ekki lengur út á krít. "Ég reyni að vera meðvituð í peningamálum og er alltaf að bæta mig. Kærastinn hefur líka mjög góð áhrif á mig, hann er svo ábyrgur," segir Bryndís og hlær. "En ég versla samt ekkert endilega á tilboðum og fæ grænar bólur þegar ég hugsa um útsölur. Ég er enginn gramsari," segir hún og vill endilega að það komi fram að þau í Búðarbandinu séu ferlega meðvituð og alltaf að spara peninga jafnframt því að spila frábæra tónlist á Prikinu. edda@frettabladid.is
Fjármál Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“