Innlent

Deiliskipulag endurskoðað

Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur verið falið að endurskoða deiliskipulag Hnoðraholts en það er sú byggð sem rís hvað hæst í bænum austan megin við Reykjanesbraut. Hefur bæjarstjórn beint þeim tilmælum til nefndarinnar að skoða jafnframt möguleika á uppbyggingu í landi Vetrarmýri og Vífilsstaða. Þessi svæði þykja liggja afar vel við verslun og þjónustu ýmis konar og tímabært að kortleggja framtíðina og byggja þau upp sem fyrst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×