Innlent

Markaðstorg í Bolungarvík

Stórstjörnur og gott veður settu mark sitt á hina árlegu markaðsdaga í Bolungarvík, um helgina. Það eru mörg og margvísleg fyrirtæki sem styðja hina árlegu markaðsdaga á Bolungarvík. Þar er jafnan margt um manninn, enda margt á boðstólum, og því hægt að gera góð kaup, auk þess að fá ókeypis skemmtun. Eins og við mátti búast söng Birgitta Haukdal sig inn í hjörtu viðstaddra, sem gjarnan hjálpuðu henni, við sönginn. Gömlu súperstjörnurnar Ómar Ragnarsson og Raggi Bjarna, gerðu ekki síður lukku. Þessir góðu félagar virtust hafa alveg jafn gaman af að vinna aftur saman, og fólkinu þótti að hlusta á þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×