Innlent

Óttast að þjónusta minnki

Bæjarstjórn Ísafjarðar óttast að þjónusta við Vestfirðinga minnki verði Norðurljós bútuð niður. Elías Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og formaður atvinnumálanefndar bæjarins, segir fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi ekki verða neinum til góðs og að nýgerðar breytingar breyti engu um afstöðu hans. Í maí samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tillögu um fjölmiðlafrumvarpið sem þá var til umræðu á Alþingi. Þar harmar bæjarstjórnin vinnubrögð meirihluta Alþingis í tengslum við þinglega meðferð Fjölmiðlafrumvarpsins. Tillöguna fluttu sjö bæjarfulltrúar af níu í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Meðal flutningsmanna voru tveir bæjarfulltrúar Framsóknarflokks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×