Innlent

Sextíu kílómetra sjósundi lokið

Viktoría Áskelsdóttir sunddrottning lauk í dag Breiðafjarðarsundi sínu. Upp úr hádegi synti hún inn í höfnina í Stykkishólmi þar sem bæjarstjórinn tók á móti henni og fjölmenni fagnaði henni vel. Viktoría hóf sundið tuttugasta og fjórða júlí og synti ríflega sextíu kílómetra. Þetta gerði hún til að vekja athygli á starfi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Viktoría verður gestur Íslands í dag hér á eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×