Innlent

20 orkumenn til Ástralíu

Yfir 20 manna hópur Íslendinga leggur á næstu dögum land undir fót til að mæta á alþjóðlega orkuráðstefnu í Ástralíu. Fólkið fer ýmist á vegum orkufyrirtækja eða ríkisins. Kostnaður við ferðina er lauslega áætlaður vera um 11 milljónir króna. Flestir fara frá Landsvirkjun eða sex manns; þrír stjórnarmenn og þrír starfsmenn. Um að ræða World Energi Council sem hefst í Ástralíu 5. september og stendur til 9 september. Stærsta mál ráðstefnunnar er olía og gas. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti en þar er fjallað um orkumál heimsins í víðustu merkingu. Íslensku orkufyrirtækin, Orkuveita Reykjavíkur, Hitaveita Suðurnesja og Landsvirkjun senda fólk á ráðstefnuna. Þar af sendir Landsvirkjun sex manns, þrjá starfsmenn og þrjá starfsmenn. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir að venjan hafi verið sú að tveir til þrír menn fari á þessa ráðstefnu en að þessu sinni hafi stjórn fyrirtækisins ákveðið að senda þrennt af sínu fólki. Friðrik Sophusson forstjóri fer fyrir sínu fólki og mun reyndar taka sæti Íslendinga í framkvæmdastjórn í stað orkumálastjóra sem ekki á heimangengt. Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs, verður einnig með í för eins og stjórnarformaðurinn Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Þá verða í föruneytinu stjórnarmennirnir Edda Rós Karlsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir. Gera má ráð fyrir að kostnaður Landsvirkjunar vegna ráðstefnunnar sé hátt í fjórar milljónir króna að teknu tilliti til kostnaðar við flugferðir, uppihald og gistingu þátttakenda. DV fjallar ítarlega um málið í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×