Maðurinn sem ruggar bátnum 21. september 2004 00:01 Sú staðreynd að áhöfn ísfiskstogarans Sólbaks, sem er í eigu Brims, skuli standa utan stéttarfélaga og semja beint við útgerðina þarf ekki að koma á óvart. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur lengi farið ótroðnar slóðir í rekstri og viðhorf hans til útgerðar er öðru vísi en margra í greininni. Kaup Guðmundar og fjölskyldu á ÚA í upphafi árs setti ugg að mörgum. Bæjarstjórinn á Akureyri taldi kaupverðið, níu milljarðar króna, of hátt og fullyrti að nýir eigendur þyrftu að ganga á eigur félagsins til að standa undir verðinu. Guðmundur blés á slík orð og sagðist ekki stefna að neinum grundvallarbreytingum á rekstri ÚA. Deila má um hvað felst í orðinu grundvallarbreyting en félagið var sameinað Tjaldi í apríl og um leið var átta starfsmönnum sagt upp. Að auki hafa nokkrir lykilstarfsmenn hætt en aðrir komið í staðinn. ÚA er áskorun Guðmundur Kristjánsson hóf ungur störf í útgerðar- og vinnslufyrirtæki föður síns og hefur staðið í stefni þess undanfarin ár. Fjölskyldan er frá Rifi á Snæfellsnesi og í viðtali við Fréttablaðið í janúar sagðist Guðmundur sækja kraft sinn og kjark í Snæfellsjökul. Hann er rólegur að eðlisfari, þægilegur og vinalegur í viðkynningu og tekst á við lífið og tilveruna af æðruleysi. Í sama viðtali sagðist hann lengi hafa langað til að eignast ÚA enda væri félagið gott. "Þetta er áskorun," sagði hann um þessa risa fjárfestingu. "Ég er fæddur og uppalinn í sjávarútvegi og hef þróast með greininni í mörg ár. Svo kemur bara að því að mann langar að takast á við eitthvað krefjandi." Um fjárhæðina, þessa níu milljarða, sagði hann. "Þetta er svo stór tala að maður pælir ekki í henni, þetta er náttúrulega ekki eitthvað sem ég þarf að borga á morgun og er þaðan af síður til á bankabók. Við erum ekki að eignast nein veraldleg gæði heldur erum að koma peningum í vinnu." Guðmundur vinalausi Lengst af var hljótt um Guðmund og hann einbeitti sér að rekstri fjölskyldufyrirtækisins á Rifi. Árið 1999 hleypti hann heimdraganum og keypti stóran hluta í Básafelli sem var umsvifamikið í útgerð og vinnslu á Vestfjörðum. Varð hann um leið framkvæmdastjóri Básafells, sem fljótlega kom í ljós að var risi á brauðfótum. Skuldirnar voru gríðarlegar og tapreksturinn mikill. Guðmundur tók til við umfangsmikla eignasölu og í miðjum björgunaraðgerðunum hlaut hann viðurnefnið "vinalausi" enda óvinsæll af mörgum vestra. Í viðtali við Fréttablaðið í janúar sagði hann Básafellstímann hafa verið erfiðann. "Ég hef aldrei lent í öðru eins. Óreiðan var algjör og það stóð ekki steinn yfir steini, þetta var allt á hausnum. En ég lærði mikið af þessu. Um tíma hugði ég á doktorsnám en ég hætti við það eftir Básafellstímann, hann var á við gott doktorsnám." Menn nota mismunandi lýsingarorð um Guðmund Kristjánsson. Sumir dásama dugnað hans og útstjónarsemi en aðrir segja hann óvæginn og miskunnarlausann. Sjálfur hefur hann ekki áhyggjur af áliti annarra, hann heldur sínu striki fullur sjálfstrausts og starfsánægju. Mikil umsvif Brim er með umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Heildarkvóti skipa félagsins á nýhöfnu fiskveiðiári eru rúm 23 þúsund þorskígildistonn en það er eining sem fæst þegar allar tegundir eru reiknaðar upp í þorsktonn og er notuð til að bera saman kvótastöðu fyrirtækja og um leið stærð þeirra. Á síðasta ári veiddu skip félagsins fisk fyrir tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Þá á eftir að vinna fiskinn, auka verðmæti hans og selja á markaði, innanlands eða utan. Brim gerir út átta skip, þrjá ísfisktogara, þrjá frystitogara, eitt netaveiðiskip og einn snurvoðarbát. Vinnsla og þurrkun fara fram á Akureyri, Grenivík, Húsavík, Laugum og Raufarhöfn. Fréttir Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira
Sú staðreynd að áhöfn ísfiskstogarans Sólbaks, sem er í eigu Brims, skuli standa utan stéttarfélaga og semja beint við útgerðina þarf ekki að koma á óvart. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, hefur lengi farið ótroðnar slóðir í rekstri og viðhorf hans til útgerðar er öðru vísi en margra í greininni. Kaup Guðmundar og fjölskyldu á ÚA í upphafi árs setti ugg að mörgum. Bæjarstjórinn á Akureyri taldi kaupverðið, níu milljarðar króna, of hátt og fullyrti að nýir eigendur þyrftu að ganga á eigur félagsins til að standa undir verðinu. Guðmundur blés á slík orð og sagðist ekki stefna að neinum grundvallarbreytingum á rekstri ÚA. Deila má um hvað felst í orðinu grundvallarbreyting en félagið var sameinað Tjaldi í apríl og um leið var átta starfsmönnum sagt upp. Að auki hafa nokkrir lykilstarfsmenn hætt en aðrir komið í staðinn. ÚA er áskorun Guðmundur Kristjánsson hóf ungur störf í útgerðar- og vinnslufyrirtæki föður síns og hefur staðið í stefni þess undanfarin ár. Fjölskyldan er frá Rifi á Snæfellsnesi og í viðtali við Fréttablaðið í janúar sagðist Guðmundur sækja kraft sinn og kjark í Snæfellsjökul. Hann er rólegur að eðlisfari, þægilegur og vinalegur í viðkynningu og tekst á við lífið og tilveruna af æðruleysi. Í sama viðtali sagðist hann lengi hafa langað til að eignast ÚA enda væri félagið gott. "Þetta er áskorun," sagði hann um þessa risa fjárfestingu. "Ég er fæddur og uppalinn í sjávarútvegi og hef þróast með greininni í mörg ár. Svo kemur bara að því að mann langar að takast á við eitthvað krefjandi." Um fjárhæðina, þessa níu milljarða, sagði hann. "Þetta er svo stór tala að maður pælir ekki í henni, þetta er náttúrulega ekki eitthvað sem ég þarf að borga á morgun og er þaðan af síður til á bankabók. Við erum ekki að eignast nein veraldleg gæði heldur erum að koma peningum í vinnu." Guðmundur vinalausi Lengst af var hljótt um Guðmund og hann einbeitti sér að rekstri fjölskyldufyrirtækisins á Rifi. Árið 1999 hleypti hann heimdraganum og keypti stóran hluta í Básafelli sem var umsvifamikið í útgerð og vinnslu á Vestfjörðum. Varð hann um leið framkvæmdastjóri Básafells, sem fljótlega kom í ljós að var risi á brauðfótum. Skuldirnar voru gríðarlegar og tapreksturinn mikill. Guðmundur tók til við umfangsmikla eignasölu og í miðjum björgunaraðgerðunum hlaut hann viðurnefnið "vinalausi" enda óvinsæll af mörgum vestra. Í viðtali við Fréttablaðið í janúar sagði hann Básafellstímann hafa verið erfiðann. "Ég hef aldrei lent í öðru eins. Óreiðan var algjör og það stóð ekki steinn yfir steini, þetta var allt á hausnum. En ég lærði mikið af þessu. Um tíma hugði ég á doktorsnám en ég hætti við það eftir Básafellstímann, hann var á við gott doktorsnám." Menn nota mismunandi lýsingarorð um Guðmund Kristjánsson. Sumir dásama dugnað hans og útstjónarsemi en aðrir segja hann óvæginn og miskunnarlausann. Sjálfur hefur hann ekki áhyggjur af áliti annarra, hann heldur sínu striki fullur sjálfstrausts og starfsánægju. Mikil umsvif Brim er með umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins. Heildarkvóti skipa félagsins á nýhöfnu fiskveiðiári eru rúm 23 þúsund þorskígildistonn en það er eining sem fæst þegar allar tegundir eru reiknaðar upp í þorsktonn og er notuð til að bera saman kvótastöðu fyrirtækja og um leið stærð þeirra. Á síðasta ári veiddu skip félagsins fisk fyrir tæpa tvo og hálfan milljarð króna. Þá á eftir að vinna fiskinn, auka verðmæti hans og selja á markaði, innanlands eða utan. Brim gerir út átta skip, þrjá ísfisktogara, þrjá frystitogara, eitt netaveiðiskip og einn snurvoðarbát. Vinnsla og þurrkun fara fram á Akureyri, Grenivík, Húsavík, Laugum og Raufarhöfn.
Fréttir Innlent Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Sjá meira