Innlent

Þyrla sótti slasaðan Rússa

Rússneskur sjóliði, sem slasaðist um borð í herskipi djúpt suður af landinu í gær og þyrla Varnarliðsins sótti, er enn á Landspítalanum við Fossvog. Hann hlaut innvortis blæðingar eftir þungt högg á brjósthol og hafði verið í aðgerð á sjúkrastofunni um borð í skipinu í þrjár klukkustundir þegar óskað var eftir aðstoð. Beiðnin barst í gegnum rússneska sendiráðið hér á landi sem hafði samband við það bandaríska. Það hafði svo samband við Varnarliðið sem sendi þyrlur af stað og óskaði eftir fylgdarvél frá Landhelgisgæslunni þar sem flugið var langt. Hún sendi Fokker-vél sína og lentu vélarnar í Reykjavík um klukkan sex í gærkvöldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×