Innlent

Eldsvoði í Hafnarfirði

Íbúar sluppu ómeiddir út þegar eldur kviknaði í íbúðarhúsi við Dalshraun í Hafnarfirði um klukkan þrjú í nótt. Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans með vott af reykeitrun en hresstist fljótt. Slökkvistarf gekk vel en reykræsta þurfti húsið. Nokkrar skemmdir urðu af reyk en eldsupptök eru ókunn. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×