Erlent

20% eru óákveðnir

Einn af hverjum fimm kjósendum í Bandaríkjunum er óákveðinn um það hvern skuli kjósa í forsetakosningunum. Aðeins 17 dagar eru í kosningarnar og fylgi þeirra Bush og Kerrys er hnífjafnt sem stendur. Það stefnir því í æsispennandi kosningar og veltur allt á óákveðnum kjósendum. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur einn af hverjum fimm ekki enn tekið ávkörðun um hvern skuli kjósa. Sumir eru algerlega óákveðnir, en flestir hallast á annan hvorn vegin, en eiga eftir að taka endanlega ákvörðun. Reynslan sínir að margir þessara kjósenda taka ákvörðun eftir kappræður frambjóðendanna, en skoðanakönnun CNN bendir til þess að óákveðnum kjósendum hafi þótt Kerry standa sig betur í þeim. Kosningakerfið í Bandaríkjunum er hins vegar þannig að sá frambjóðendanna sem hlýtur fleiri kjörmenn vinnur kosningarnar. Kjörmennirnir eru mismunandi margir eftir fylkjum og því snýst baráttan í raun um sigur í ákveðnum lykilfylkjum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum stendur Bush betur að vígi þegar kjörmenn eru taldir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×