Viðskipti innlent

Stýrivextir líklega óbreyttir

Greiningardeildir bankanna gera ráð fyrir því að Seðlabanki Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunardegi sínum á morgun, fimmtudag. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum.

Viðskipti innlent

Jörmunkraftur í atvinnulífinu – en hvað svo?

Einkageirinn á Íslandi er nánast óþekkjanlegur frá því sem hann var fyrir örfáum árum. Atvinnufyrirtækin hafa aukist að afli og ný sprottið fram á fjölmörgum sviðum. Heilu atvinnugreinarnar hafa tekið stakkaskiptum og breytt landslaginu í efnahagslífinu.

Viðskipti innlent

Samstarf tekið upp við MIT í Boston

Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með nýjum samstarfssamningi íslensks atvinnulífs við MIT-háskólann í Boston í umboði Samtaka iðnaðarins og Viðskiptaráðs. Samstarfinu verður hleypt formlega af stokkunum með ráðstefnu fimmtudaginn 3. maí þar sem fulltrúar MIT munu kynna samstarfið nánar.

Viðskipti innlent

Frumkvöðlar í hreyfigreiningu

Heilbrigðistæknifyrirtækið Kine er eitt af elstu íslensku sprotafyrirtækjunum sem kynnir starfsemi sína á fjárfestaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið hefur allt frá árinu 1999 unnið að þróun ýmiss konar vél- og hugbúnaðar til hreyfigreiningar en búnaður sem þessi nýtist sjúkraþjálfurum við meðhöndlun sjúklinga í endurhæfingu sem lent hafa í meiðslum og þurfa að byggja upp ákveðna vöðva.

Viðskipti innlent

Of lágar spár á Kaupþingi?

Spár markaðsaðila um hagnað Kaupþings á árinu 2007 eru of lágar að mati Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings, og býst hann við miklum innri vexti á árinu. Þetta hefur fréttaveitan Nyhetsbyrån Direkt eftir honum.

Viðskipti innlent

Verðmiði kominn á neysluhegðun

Vdeca er tæplega tveggja ára fyrirtæki sem markaðssetur og selur afnotaleyfi á einkaleyfisvernduðum ferlum. Fyrirtækið hefur einkaleyfi á ferlunum í 20 löndum í Evrópu og í Bandaríkjunum og tekur mið af lagaákvæðum persónuverndarlaga og ákvæðum laga um gagnaöryggi.

Viðskipti innlent

Byr siglir upp fyrir gengið 100

Markaðsvirði Byrs sparisjóðs er komið í 25,2 milljarða króna en gengi stofnfjárhluta í sparisjóðnum fór yfir 100 í fyrsta skipti í vikunni. Mikil gengishækkun hefur orðið frá aðalfundi félagsins um miðjan mars þegar gengið stóð í 83.

Viðskipti innlent

Hér taka færri konur þátt

Þátttaka kvenna í frumkvöðlastarfsemi er mun minni en karla og fer minnkandi. Einungis fjórðungur þeirra sem stunduðu frumkvöðlastarfsemi í fyrra voru konur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu um umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi hér á landi í fyrra.

Viðskipti innlent

Minni hagnaður hjá Samherja

Útgerðarfélagið Samherji og dótturfélög þess skiluðu hagnaði upp á 1.915 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 3.104 milljónir króna árið 2005. Þrátt fyrir minni hagnað eftir skatta námu tekjur samstæðunnar 23,7 milljörðum króna sem er 11 prósenta aukning á milli ára.

Viðskipti innlent

Evrópskar hagstofur rýna í hagtölur

Þrír fulltrúar frá hagstofum í Evrópu komu hingað til lands í síðustu viku til að ræða um áreiðanleika íslenskra hagtalna og fara yfir það hvernig þær nýttust fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum, þar á meðal fjölmiðlum.

Viðskipti innlent

Fimmtán milljónir fyrir frumkvöðla

Bakkavör Group mun styrkja viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands um fimm milljónir á ári, árin 2007, 2008 og 2009. Þetta felst í samningi um eflingu kennslu og rannsókna í frumkvöðla- og nýsköpunarfræðum innan viðskipta- og hagfræðideildar.

Viðskipti innlent

Tölvuleikir fyrir fjölskyldufólk

Netleikjafyrirtækið Gogogic er yngsta íslenska sprotafyrirtækið sem kynnt verður á sprotaþingi Seed Forum á morgun. Fyrirtækið var stofnað í apríl í fyrra og hefur búið til auglýsingar fyrir netið auk lítils netleiks sem kynntur var um síðustu jól. Stefnan er að búa til fjölspilunarleik sem höfðar til breiðs hóps fólks.

Viðskipti innlent

Álverið hefur áhrif á krónu

Verði ekki af stækkun álversins í Straumsvík má reikna með lækkun á gengi krónunnar og ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. Verði hins vegar farið í stækkun álversins er hægt að gera ráð fyrir áframhaldandi verðbólgu, háum stýrivöxtum og viðvarandi viðskiptahalla á meðan á framkvæmdum stendur.

Viðskipti innlent

Hampiðjan tapaði í fyrra

Hampiðjan tapaði 695 þúsund evrum í fyrra, rúmri 61 milljón króna, en hagnaðist um 4,1 milljón evra árið 2005. Rekstrar­hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 5,9 milljarðar evra, 520 milljónir króna, og dróst saman um ellefu prósent á milli ára.

Viðskipti innlent

Framleiða undraefni úr þorski

Líftæknifyrirtækið Zymetech hefur þróað krem og snyrtivörur úr ensímum þorska. Kremið hefur nýst mjög vel við bólgum hvers konar og nú er verið að leita samninga við lyfjaframleiðendur um framleiðslu á ensíminu í lyfjum auk þess sem horft er til lækningamáttar þess en talið er að það geti læknað flensu af hvaða tagi sem er.

Viðskipti innlent

Skotarnir seinir til

Frændur okkar hjá Royal Bank of Scotland hafa skikkað starfsmenn sína til að opna launareikning hjá bankanum. Fjölmiðlar í Bretlandi segja starfsmenn bankans, sem kjósa að halda launareikningi sínum opnum hjá samkeppnisaðilum, eiga yfir höfði sér áminningu.

Viðskipti innlent

eMax flytur

Vegna flutnings á starfsemi eMax úr Hlíðarsmára í Thorvaldsensstræti, geta orðið truflanir á netsambandi, varar fyrirtækið við. Flutningurinn kemur til vegna kaupa WBS (Wireless Broadband Systems) á rekstrinum. Bæði fyrirtæki hafa unnið að því að byggja upp þráðlaus wiMax tölvunet.

Viðskipti innlent

Forgengileiki hamingjunnar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu.

Viðskipti innlent

Engin kreppa hjá VR

VR hefur ákveðið að lækka félagsgjöld félagsmanna úr einu prósenti af heildarlaunum í 0,7 prósent hinn 1. júlí næstkomandi eftir að aðalfundur samþykkti tillögu þess efnis.

Viðskipti innlent

Actavis kaupir Lyfjaþróun

Actavis hefur keypt íslenska fyrirtækið Lyfjaþróun hf., sem sérhæfir sig í þróun nefúðalyfja. Með kaupunum öðlast Actavis þekkingu á þróun á nýjum lyfjaformum sem félagið býr ekki yfir í dag. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti innlent

Er tölvan þín örugg?

Hætt er við því að margir netnotendur séu ekki nægilega meðvitaðir um öryggi sitt á netinu. Netbankaviðskipti eru að vísu langt um öruggari eftir tilkomu auðkennislykla en samt sem áður eru margar gildrur sem órpúttnir náungar geta nýtt sér, bæði þeir sem hafa áhuga á að græða peninga og eins þeir sem virðast hafa það markmið eitt að skemma fyrir öðrum.

Viðskipti innlent

Bjartsýni hjá forráðamönnum fyrirtækja

Mikill meirihluti forráðamanna fyrirtækjanna, 80 prósent, telur aðstæður í efnahagslífinu fara batnandi. Hlutfall þeirra sem telja aðstæður í efnahagslífinu betri hefur hækkað á síðustu mánuðum og er enn mjög hátt. Fyrirtæki í samgöngum, flutningum og þjónustu, bygginga starfsemi og veitum og í sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnust á ástandið í efnahagslífinu.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Væntanlega hafa glaðst í gær starfsmennirnir 550 frá Eimskipi og dótturfélögum þegar í ljós kom að óvissuferð sem lagt var upp í um morguninn endaði í borginni Barcelona á Spáni. Mikil spenna hafði ríkt fyrir ferðina, en óvissuferðin er sú þriðja sem Eimskip býður sínu fólki upp á.

Viðskipti innlent

Tölvumiðstöð sparisjóðanna fær nýtt nafn

Tölvumiðstöð sparisjóðanna heitir nú Teris. Ákvörðun um þetta var tekin á aðalfundi félagsins í dag. Hjá Teris, sem er upplýsingatæknifyrirtæki sem þjónustar fjármálafyrirtæki og á meðal stærstu upplýsingatæknifyrirtækja landsins, starfa 100 manns.

Viðskipti innlent