Viðskipti innlent

Viðskiptaráðherra vill breyta lögum om bankaleynd

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að fjölmiðlar eigi að geta upplýst almenning um mikilvæg atriði eins og óeðlilegar lánveitingar bankamanna. Hann beitir sér fyrir breytingum á lögum um bankaleynd. Ásakanir Fjármálaeftirlitsins um að blaðamenn brjóti bankaleynd séu innlegg í málið.

Viðskipti innlent

Skyldar Senu til að selja Skífuna ótengdum aðila

Samkeppniseftirlitið leggur þá skyldu á Senu að Skífan verði seld til ótengds aðila. Á meðan söluferli Skífunnar stendur yfir og þar til Skífan verður seld hafa samrunaaðilar fallist á að hlíta tilteknum skilyrðum sem er ætlað að koma í veg fyrir þau samkeppnislega skaðlegu áhrif sem af samrunanum stafar á meðan Skífan er enn í eigu Senu.

Viðskipti innlent

FME: Ekki tilkynnt sérstaklega að forstjórinn væri regluvörður

Fjármálaeftirlitinu barst ekki sérstök tilkynning um að Höskuldur Ásgeirsson, þáverandi forstjóri Nýsis, hefði verið ráðinn regluvörður félagsins. Stofnunin rannsakar málið. Þetta kemur fram í athugasemd frá FME vegna fréttar á Vísi í gær. Þar var greint frá því að forstjóri Nýsis hefði einnig verið regluvörður félagsins.

Viðskipti innlent

Áframhaldandi bygging tónlistarhússins tryggð

Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar - og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2 eftir að samningsskilmálar þar um hafa nú verið undirritaðir af Austurhöfn, NBI hf., skilanefnd Landsbanka Íslands hf., menntamálaráðherra, fjármálaráðherra, borgarstjóra og Nýsi hf.

Viðskipti innlent

Bankarnir stóðu ekki við sitt

Einn viðskiptabankanna þriggja sendi Seðlabankanum rangar upplýsingar um lausafjárstöðu sína á síðasta ári og tveir þeirra stóðu ekki við samkomulag sitt við evrópska seðlabankann frá vordögum í fyrra að draga úr endurhverfum viðskiptum við bankann.

Viðskipti innlent

Sparisjóður eykur stofnféð

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið, að hluta með skuldajöfnun þegar kröfu aðal­eiganda sjóðsins var breytt í stofnfé. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall sparisjóðsisn upp fyrir lögbundið lágmark, að því er fram í tilkynningu.- jab

Viðskipti innlent

Peningastefnunefndin var einhuga

Peningastefnunefnd Seðlabankans var einhuga um að fara sér tiltölulega hægt í upphafi vaxtalækkunarferlisins og lækka stýrivexti úr 18% í 17% 19. mars. Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, bauð öðrum meðlimum peningastefnunefndarinnar að kjósa um tillöguna og samþykkti nefndin hana einhuga. Næsti vaxtaákvörðunarfundur verður 8. apríl.

Viðskipti innlent

Sýnir styrk og getu viðskiptabankanna

Landsbankinn, Íslandsbanki og Nýi Kaupþing banki komu sér saman í dag um lánveitingu til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir við byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans segir að niðurstaðan sýni glögglega styrk og getu íslensku viðskiptabankanna til þess að takast á við og leysa úr flóknum og fjárfrekum viðfangsefnum.

Viðskipti innlent

Landsbankinn vísar ásökunum Sparnaðar á bug

Landsbankinn segir það alrangt að verið sé að hvetja sparendur til að segja upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Bayern Líf eins og forsvarsmaður Sparnaðar ehf. fullyrti í gær í samtali við fréttastofu. Ingólfur Ingólfsson sagði þá að að sér hafi borist í hendur skjöl og vitneskja um að Nýi Landsbankinn beiti gróflegum rangfærslum og fölsun á gögnum í þeim tilgangi að ná til sín langtímasparnaði viðskiptavina Bayern Líf, sem er umboðsaðili þýsku tryggingarsamsteypunnar Versicherungs Kammer Bayern á Norðurlöndum.

Viðskipti innlent

Stofnuðu símafyrirtæki í miðri kreppu

Símafyrirtækið Sip hóf rekstur þann 1.nóvember. Fyrirtækið er nú orðið hluti af íslenska fastlínunkerfinu og getur því farið að bjóða upp á símaþjónustu fyrir landsmenn. Að sögn Brjáns Jónssonar framkvæmdarstjóra félagsins fóru þeir af stað eftir að Teymi keypti meirihlutaeign í Hive og lagði niður tæknikerfin. Fimm starfsmenn fyrirtækisins eru eigendur þess en þeir eru fyrrum tæknistjórar hjá gamla Hive, Vodafone og Símanum.

Viðskipti innlent

Samningur við Cayman-eyjar um upplýsingaskipti undirritaður

Í gær var samningur Norðurlanda og Cayman-eyja um upplýsingamiðlun undirritaður við hátíðlega athöfn í Stokkhólmi. Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og getur veitt aðgang að fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu.

Viðskipti innlent

Sparisjóður Ólafsfjarðar eykur stofnfé

Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið. Sú aukning fór þannig fram að hluta af kröfum aðaleiganda sjóðsins var breytt í stofnfé með skuldajöfnun. Við þetta hækkaði eiginfjárhlutfall Sparisjóðs Ólafsfjarðar, svokallað CAD hlutfall, upp fyrir lögbundið lágmark.

Viðskipti innlent