Viðskipti innlent

Aflinn jókst um 28% á fyrstu mánuðum ársins

Afli í janúar-febrúar 2009, reiknaður á föstu verði, var 28,1% meiri en í janúar- febrúar í fyrra.

Þetta kemur fram í hagvísum Hagstofunnar sem birtir voru í dag. Afli síðustu 12 mánaða, til loka febrúar, er 4,8% meiri en á sama tímabili árið áður. Útflutningsverð sjávarafurða í íslenskum krónum var 48,9% hærra í janúar-febrúar miðað við sama tíma í fyrra.

Gengisvísitala (meðaltal) íslensku krónunnar hækkaði um 59,4% á sama tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×