Viðskipti innlent

Bankar hafa ekki þörf fyrir lausafé frá Seðlabankanum

„Sakir rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins hafa bankar almennt ekki haft þörf fyrir lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabankans. Frá aprílmánuði 2009 hafa því þeir Seðlabankavextir sem mest áhrif hafa á aðra skammtímavexti, t.d. peningamarkaðsvexti og innlánsvexti í bankakerfinu, verið vextir á innlánsreikningum bankans.“

Viðskipti innlent

Moody´s: Lánshæfiseinkunn ÍLS enn á neikvæðum horfum

Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er óbreytt í Baa1 hjá matsfyrirtækinu Moody's samkvæmt nýrri skýrslu. Einkunnin er jafnframt á neikvæðum horfum líkt og lánshæfismat ríkissjóðs en mikil tengsl eru á milli einkunna Íbúðalánasjóðs og ríkissjóðs sökum baktryggingar þess síðarnefnda á skuldum þess fyrrnefnda.

Viðskipti innlent

Bakkabræður fengu betri vaxtakjör en íslenska ríkið

Vaxtakjörin sem Bakkabræður fengu á láninu frá Existu til að kaupa Bakkavör út úr félaginu eru betri en íslenska ríkið fékk vegna Icesave og úr takti við það sem íslenskum fyrirtækjum býðst segir framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta. Hann segir þetta örlætisgerning sem aðrir hluthafar eigi ekki að sætta sig við.

Viðskipti innlent

Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag.

Viðskipti innlent

FME frestar lokauppgjöri Landsbankans

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta lokauppgjöri milli Landsbankas og Nýja Landsbanka Íslands (NBI) til í síðasta lagi 9. október n.k. Upphafleg stóð til að þessu ætti að vera lokið eigi síðar en 30. september.

Viðskipti innlent

Allir búast við óbreyttum stýrivöxtum

Það eru ekki bara íslenskir sérfræðingar sem búast við því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum á morgun, erlendir kollegar þeirra spá hinu sama. Þeirra á meðal er Petter Sandgren forstjóri nýmarkaðadeildar SEB.

Viðskipti innlent

Verð á ýsu og þorski nær tvöfaldast í Bretlandi

Verð á ýsu og þorski hefur nær tvöfaldast á mörkuðunum í Grimsby og Hull. Á vefsíðunni FISHupdate segir að verðið á stærstu ýsunni hafi farið í yfir 3 pund, eða rúmlega 600 kr., fyrir kílóið sem er nær tvöfalt hærra verð en fékkst fyrir hana fyrir tveimur vikum. Verðþróunin í þorskinum hafi verið svipuð.

Viðskipti innlent

Microsoft kaupir íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX

Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands.

Viðskipti innlent

Forstöðumanni hjá HR boðið á þing um fjármálalæsi

Alþjóðabankinn og Efnahags og framfarastofnunin hafa boðið Breka Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík (HR), á málþing um fjármálalæsi og rannsóknir á því í Washington 12.-13. nóvember nk. Á þinginu heldur Breki framsöguerindi og tekur síðan þátt í pallborðsumræðum.

Viðskipti innlent