Viðskipti innlent Bankar hafa ekki þörf fyrir lausafé frá Seðlabankanum „Sakir rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins hafa bankar almennt ekki haft þörf fyrir lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabankans. Frá aprílmánuði 2009 hafa því þeir Seðlabankavextir sem mest áhrif hafa á aðra skammtímavexti, t.d. peningamarkaðsvexti og innlánsvexti í bankakerfinu, verið vextir á innlánsreikningum bankans.“ Viðskipti innlent 24.9.2009 11:13 Ólafur Ísleifsson segir hlutverk stýrivaxta orðið óljóst Ólafur Ísleifsson lektor við Háskólann í Reykjavík segir að hlutverk stýrivaxta í íslenska hagkerfinu sé orðið óljóst. „Í núverandi gjaldeyris- og peningakerfi sem gengur út á að styðja gengi krónunnar með höftum gegna stýrivextir aukahlutverki,“ segir Ólafur. Viðskipti innlent 24.9.2009 09:53 Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%. Viðskipti innlent 24.9.2009 09:03 Moody´s: Lánshæfiseinkunn ÍLS enn á neikvæðum horfum Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er óbreytt í Baa1 hjá matsfyrirtækinu Moody's samkvæmt nýrri skýrslu. Einkunnin er jafnframt á neikvæðum horfum líkt og lánshæfismat ríkissjóðs en mikil tengsl eru á milli einkunna Íbúðalánasjóðs og ríkissjóðs sökum baktryggingar þess síðarnefnda á skuldum þess fyrrnefnda. Viðskipti innlent 24.9.2009 08:05 Eign lífeyrissjóða í húsbréfum jókst um 98 milljarða á einu ári Heildareign lífeyrissjóðanna í íbúðabréfum nam 334 milljörðum kr. í lok júlí og jókst um 14 milljarða kr. frá fyrri mánuði. Af tölum Seðlabankans að dæma hefur eign lífeyrissjóða frá því í ágúst á síðasta ári farið sívaxandi og hækkað um 98 milljarða kr. til loka júlí að krónutölu. Viðskipti innlent 24.9.2009 08:01 Stýrivaxtaákvörðun í dag Peningastefnunefnd um stýrivexti Seðlabankans mun tilkynna um vaxtaákvörðun klukkan níu fyrir hádegi og síðan verður kynningarfundur klukkan ellefu, að vanda. Viðskipti innlent 24.9.2009 07:07 Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru í fyrirtækjum tengdum Björgólfi Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru um tíma í fyrirtækjum í eigu eða tengdum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Verðmæti fjárfestinganna er um níutíu milljarðar. Björgólfur var jafnframt stærsti eigandi bankans. Viðskipti innlent 23.9.2009 19:39 Bakkabræður fengu betri vaxtakjör en íslenska ríkið Vaxtakjörin sem Bakkabræður fengu á láninu frá Existu til að kaupa Bakkavör út úr félaginu eru betri en íslenska ríkið fékk vegna Icesave og úr takti við það sem íslenskum fyrirtækjum býðst segir framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta. Hann segir þetta örlætisgerning sem aðrir hluthafar eigi ekki að sætta sig við. Viðskipti innlent 23.9.2009 18:30 Sigrún Elsa vill að OR selji skuldabréf Magma Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að Orkuveitan hefji undirbúning að sölu skuldabréfsins sem Magma gefur út fyrir 70% af greiðslu fyrir hlut félagsins í HS Orku. Viðskipti innlent 23.9.2009 17:56 Rólegt í kauphöllinni Dagurinn var á rólegu nótunum í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og sendur í tæpum 805 stigum. Viðskipti innlent 23.9.2009 16:03 Gengi krónunnar féll um 0,5% Gengi krónunnar féll um 0,5% í viðskiptum dagsins og stendur gengisvísitalan nú í 234,5 stigum. Viðskipti innlent 23.9.2009 15:55 HB Grandi: Úthafskarfinn gaf 1,5 milljarð í sumar Úthafskarfaveiðar HB Granda í sumar gáfu af sér um 1,5 milljarð kr. miðað við verðmæti upp úr sjó. Fjallað er um veiðarnar á heimasíðu HB Granda og þar eru þær sagðar vera ágæt búbót. Viðskipti innlent 23.9.2009 15:38 Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag. Viðskipti innlent 23.9.2009 14:34 Kaupmáttur launa ekki lægri síðan árið 2002 Á sama tíma og launahækkanir hafa verið litlar hefur verðbólgan geisað, sem gerir það að verkum að kaupmáttur launa hefur minnkað hratt. Hann hefur ekki verið lægri hér á landi síðan í árslok 2002. Viðskipti innlent 23.9.2009 13:40 FME frestar lokauppgjöri Landsbankans Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta lokauppgjöri milli Landsbankas og Nýja Landsbanka Íslands (NBI) til í síðasta lagi 9. október n.k. Upphafleg stóð til að þessu ætti að vera lokið eigi síðar en 30. september. Viðskipti innlent 23.9.2009 13:33 Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hækka mikið Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hafa hækkað mikið í verði undanfarið. Það eru einkum bandarískir spákaupmenn og sjóðir sem kaupa þau af evrópskum bönkum. Viðskipti innlent 23.9.2009 12:45 Sagex og Lindir hætt við Drekasvæðið Orkustofnun barst síðla dags í gær erindi frá Sagex Petroleum, þar sem sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu er dregin tilbaka. Viðskipti innlent 23.9.2009 11:02 Sala skuldabréfa minnkar verulega milli ára Heildarsala skuldabréfa í ágúst 2009 nam 16,6 milljörðum kr. samanborið við 49,6 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. Viðskipti innlent 23.9.2009 10:24 Allir búast við óbreyttum stýrivöxtum Það eru ekki bara íslenskir sérfræðingar sem búast við því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum á morgun, erlendir kollegar þeirra spá hinu sama. Þeirra á meðal er Petter Sandgren forstjóri nýmarkaðadeildar SEB. Viðskipti innlent 23.9.2009 10:09 Launavísitalan nær óbreytt milli mánaða Launavísitala í ágúst 2009 er 358,1 stig og hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2%. Viðskipti innlent 23.9.2009 09:09 Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði frá bankahruni. Talið er að erlendir fjárfestar kaupi bréfin í þeirri von að þau hækki í verði, ef neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 22.9.2009 18:39 Jón Ásgeir segir söluna á Högum hafa verið gerða að frumkvæði Kaupþings Sala Baugs á Högum til 1998 ehf sumarið 2008 og ráðstöfun söluverðsins var gerð að frumkvæði Kaupþings hf., sem var aðalkröfuhafi Baugs Group hf. á þeim tíma. Viðskipti innlent 22.9.2009 18:15 Verð á ýsu og þorski nær tvöfaldast í Bretlandi Verð á ýsu og þorski hefur nær tvöfaldast á mörkuðunum í Grimsby og Hull. Á vefsíðunni FISHupdate segir að verðið á stærstu ýsunni hafi farið í yfir 3 pund, eða rúmlega 600 kr., fyrir kílóið sem er nær tvöfalt hærra verð en fékkst fyrir hana fyrir tveimur vikum. Verðþróunin í þorskinum hafi verið svipuð. Viðskipti innlent 22.9.2009 16:16 Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í dag Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í kauphöllinni í dag sem er mesta hækkun hlutabréfa á einum degi hér á landi. Hinsvegar ber að nefna að aðeins 300 þúsund kr. viðskipti lágu að baki þessari hækkun. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:52 Microsoft kaupir íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:35 Forstöðumanni hjá HR boðið á þing um fjármálalæsi Alþjóðabankinn og Efnahags og framfarastofnunin hafa boðið Breka Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík (HR), á málþing um fjármálalæsi og rannsóknir á því í Washington 12.-13. nóvember nk. Á þinginu heldur Breki framsöguerindi og tekur síðan þátt í pallborðsumræðum. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:30 FME áréttar skilning sinn á bankaleynd Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett inn á heimasíðu sína frétt þar sem áréttaður er skilningur eftirlitsins á bankaleynd hvað varðar upplýsingar um fjármál lífeyrissjóða. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:24 Þór Sigfússon víkur formlega sem formaður SA Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA)en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns SA. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:07 Moody´s: Áhrif kreppunnar langvinnust á Íslandi Hvað varðar Ísland telur Moody's að áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Sá harði skellur sem fall bankakerfisins olli hagkerfinu hafi þó verið mýkri fyrir það hversu smátt og opið hagkerfið er. Viðskipti innlent 22.9.2009 12:27 Óbreyttir stýrivextir, traust vinnumarkaðarins brotið „Öruggt er að peningastefnunefnd bankans mun ekki telja að forsendur hafi skapast fyrir lækkun vaxta niður fyrir tveggja stafa tölu en reikna má með því að nefndin sé að funda í dag og á morgun vegna vaxtaákvörðunarinnar." Viðskipti innlent 22.9.2009 12:19 « ‹ ›
Bankar hafa ekki þörf fyrir lausafé frá Seðlabankanum „Sakir rúmrar lausafjárstöðu bankakerfisins hafa bankar almennt ekki haft þörf fyrir lausafjárfyrirgreiðslu Seðlabankans. Frá aprílmánuði 2009 hafa því þeir Seðlabankavextir sem mest áhrif hafa á aðra skammtímavexti, t.d. peningamarkaðsvexti og innlánsvexti í bankakerfinu, verið vextir á innlánsreikningum bankans.“ Viðskipti innlent 24.9.2009 11:13
Ólafur Ísleifsson segir hlutverk stýrivaxta orðið óljóst Ólafur Ísleifsson lektor við Háskólann í Reykjavík segir að hlutverk stýrivaxta í íslenska hagkerfinu sé orðið óljóst. „Í núverandi gjaldeyris- og peningakerfi sem gengur út á að styðja gengi krónunnar með höftum gegna stýrivextir aukahlutverki,“ segir Ólafur. Viðskipti innlent 24.9.2009 09:53
Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að vextir lána gegn veði verði áfram 12% og vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana verði áfram 9,5%, en að daglánavextir lækki úr 16% í 14,5%. Viðskipti innlent 24.9.2009 09:03
Moody´s: Lánshæfiseinkunn ÍLS enn á neikvæðum horfum Lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er óbreytt í Baa1 hjá matsfyrirtækinu Moody's samkvæmt nýrri skýrslu. Einkunnin er jafnframt á neikvæðum horfum líkt og lánshæfismat ríkissjóðs en mikil tengsl eru á milli einkunna Íbúðalánasjóðs og ríkissjóðs sökum baktryggingar þess síðarnefnda á skuldum þess fyrrnefnda. Viðskipti innlent 24.9.2009 08:05
Eign lífeyrissjóða í húsbréfum jókst um 98 milljarða á einu ári Heildareign lífeyrissjóðanna í íbúðabréfum nam 334 milljörðum kr. í lok júlí og jókst um 14 milljarða kr. frá fyrri mánuði. Af tölum Seðlabankans að dæma hefur eign lífeyrissjóða frá því í ágúst á síðasta ári farið sívaxandi og hækkað um 98 milljarða kr. til loka júlí að krónutölu. Viðskipti innlent 24.9.2009 08:01
Stýrivaxtaákvörðun í dag Peningastefnunefnd um stýrivexti Seðlabankans mun tilkynna um vaxtaákvörðun klukkan níu fyrir hádegi og síðan verður kynningarfundur klukkan ellefu, að vanda. Viðskipti innlent 24.9.2009 07:07
Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru í fyrirtækjum tengdum Björgólfi Sex af tíu stærstu fjárfestingum Straums voru um tíma í fyrirtækjum í eigu eða tengdum Björgólfi Thor Björgólfssyni. Verðmæti fjárfestinganna er um níutíu milljarðar. Björgólfur var jafnframt stærsti eigandi bankans. Viðskipti innlent 23.9.2009 19:39
Bakkabræður fengu betri vaxtakjör en íslenska ríkið Vaxtakjörin sem Bakkabræður fengu á láninu frá Existu til að kaupa Bakkavör út úr félaginu eru betri en íslenska ríkið fékk vegna Icesave og úr takti við það sem íslenskum fyrirtækjum býðst segir framkvæmdastjóri samtaka fjárfesta. Hann segir þetta örlætisgerning sem aðrir hluthafar eigi ekki að sætta sig við. Viðskipti innlent 23.9.2009 18:30
Sigrún Elsa vill að OR selji skuldabréf Magma Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að Orkuveitan hefji undirbúning að sölu skuldabréfsins sem Magma gefur út fyrir 70% af greiðslu fyrir hlut félagsins í HS Orku. Viðskipti innlent 23.9.2009 17:56
Rólegt í kauphöllinni Dagurinn var á rólegu nótunum í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,1% og sendur í tæpum 805 stigum. Viðskipti innlent 23.9.2009 16:03
Gengi krónunnar féll um 0,5% Gengi krónunnar féll um 0,5% í viðskiptum dagsins og stendur gengisvísitalan nú í 234,5 stigum. Viðskipti innlent 23.9.2009 15:55
HB Grandi: Úthafskarfinn gaf 1,5 milljarð í sumar Úthafskarfaveiðar HB Granda í sumar gáfu af sér um 1,5 milljarð kr. miðað við verðmæti upp úr sjó. Fjallað er um veiðarnar á heimasíðu HB Granda og þar eru þær sagðar vera ágæt búbót. Viðskipti innlent 23.9.2009 15:38
Ólafur Ragnar enn í vörn fyrir útrásina Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að íslensku bankarnir sem hrundu síðasta haust hafi ekki brotið neinar reglur. Þetta kom, fram í viðtali sem útvarpsstöð Bloomberg fréttaveitunnar tók við Ólaf Ragnar í New York í dag. Viðskipti innlent 23.9.2009 14:34
Kaupmáttur launa ekki lægri síðan árið 2002 Á sama tíma og launahækkanir hafa verið litlar hefur verðbólgan geisað, sem gerir það að verkum að kaupmáttur launa hefur minnkað hratt. Hann hefur ekki verið lægri hér á landi síðan í árslok 2002. Viðskipti innlent 23.9.2009 13:40
FME frestar lokauppgjöri Landsbankans Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta lokauppgjöri milli Landsbankas og Nýja Landsbanka Íslands (NBI) til í síðasta lagi 9. október n.k. Upphafleg stóð til að þessu ætti að vera lokið eigi síðar en 30. september. Viðskipti innlent 23.9.2009 13:33
Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hækka mikið Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hafa hækkað mikið í verði undanfarið. Það eru einkum bandarískir spákaupmenn og sjóðir sem kaupa þau af evrópskum bönkum. Viðskipti innlent 23.9.2009 12:45
Sagex og Lindir hætt við Drekasvæðið Orkustofnun barst síðla dags í gær erindi frá Sagex Petroleum, þar sem sameiginleg umsókn félagsins og Lindir Exploration um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu er dregin tilbaka. Viðskipti innlent 23.9.2009 11:02
Sala skuldabréfa minnkar verulega milli ára Heildarsala skuldabréfa í ágúst 2009 nam 16,6 milljörðum kr. samanborið við 49,6 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. Viðskipti innlent 23.9.2009 10:24
Allir búast við óbreyttum stýrivöxtum Það eru ekki bara íslenskir sérfræðingar sem búast við því að stýrivöxtum Seðlabankans verði haldið óbreyttum á morgun, erlendir kollegar þeirra spá hinu sama. Þeirra á meðal er Petter Sandgren forstjóri nýmarkaðadeildar SEB. Viðskipti innlent 23.9.2009 10:09
Launavísitalan nær óbreytt milli mánaða Launavísitala í ágúst 2009 er 358,1 stig og hækkaði um 0,02% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 2,2%. Viðskipti innlent 23.9.2009 09:09
Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði frá bankahruni. Talið er að erlendir fjárfestar kaupi bréfin í þeirri von að þau hækki í verði, ef neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 22.9.2009 18:39
Jón Ásgeir segir söluna á Högum hafa verið gerða að frumkvæði Kaupþings Sala Baugs á Högum til 1998 ehf sumarið 2008 og ráðstöfun söluverðsins var gerð að frumkvæði Kaupþings hf., sem var aðalkröfuhafi Baugs Group hf. á þeim tíma. Viðskipti innlent 22.9.2009 18:15
Verð á ýsu og þorski nær tvöfaldast í Bretlandi Verð á ýsu og þorski hefur nær tvöfaldast á mörkuðunum í Grimsby og Hull. Á vefsíðunni FISHupdate segir að verðið á stærstu ýsunni hafi farið í yfir 3 pund, eða rúmlega 600 kr., fyrir kílóið sem er nær tvöfalt hærra verð en fékkst fyrir hana fyrir tveimur vikum. Verðþróunin í þorskinum hafi verið svipuð. Viðskipti innlent 22.9.2009 16:16
Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í dag Hlutir í Icelandair hækkuðu um 50% í kauphöllinni í dag sem er mesta hækkun hlutabréfa á einum degi hér á landi. Hinsvegar ber að nefna að aðeins 300 þúsund kr. viðskipti lágu að baki þessari hækkun. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:52
Microsoft kaupir íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:35
Forstöðumanni hjá HR boðið á þing um fjármálalæsi Alþjóðabankinn og Efnahags og framfarastofnunin hafa boðið Breka Karlssyni, forstöðumanni Stofnunar um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík (HR), á málþing um fjármálalæsi og rannsóknir á því í Washington 12.-13. nóvember nk. Á þinginu heldur Breki framsöguerindi og tekur síðan þátt í pallborðsumræðum. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:30
FME áréttar skilning sinn á bankaleynd Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett inn á heimasíðu sína frétt þar sem áréttaður er skilningur eftirlitsins á bankaleynd hvað varðar upplýsingar um fjármál lífeyrissjóða. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:24
Þór Sigfússon víkur formlega sem formaður SA Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins (SA)en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns SA. Viðskipti innlent 22.9.2009 15:07
Moody´s: Áhrif kreppunnar langvinnust á Íslandi Hvað varðar Ísland telur Moody's að áhrif alþjóðlegu fjármálakreppunnar kunni að reynast einna langvinnust hér á landi. Sá harði skellur sem fall bankakerfisins olli hagkerfinu hafi þó verið mýkri fyrir það hversu smátt og opið hagkerfið er. Viðskipti innlent 22.9.2009 12:27
Óbreyttir stýrivextir, traust vinnumarkaðarins brotið „Öruggt er að peningastefnunefnd bankans mun ekki telja að forsendur hafi skapast fyrir lækkun vaxta niður fyrir tveggja stafa tölu en reikna má með því að nefndin sé að funda í dag og á morgun vegna vaxtaákvörðunarinnar." Viðskipti innlent 22.9.2009 12:19
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent