Viðskipti innlent

Jón Ásgeir segir söluna á Högum hafa verið gerða að frumkvæði Kaupþings

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sala Baugs á Högum til 1998 ehf sumarið 2008 og ráðstöfun söluverðsins var gerð að frumkvæði Kaupþings hf., sem var aðalkröfuhafi Baugs Group hf. á þeim tíma.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir hefur sent frá sér vegna fjölmiðlaumfjöllunar um málið í dag.

Jón Ásgeir segir að tilgangurinn hafi verið að lækka skuldir Baugs Group hf. og hluthafa félagsins hjá Kaupþingi og skapa aukið svigrúm Baugs hjá öðrum lánastofnunum svo sem Glitni banka hf. og Landsbanka Íslands hf.

Yfirlýsingu Jóns Ásgeirs er hægt að lesa með því að smella á hlekkinn hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×