Viðskipti innlent

FME frestar lokauppgjöri Landsbankans

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að fresta lokauppgjöri milli Landsbankas og Nýja Landsbanka Íslands (NBI) til í síðasta lagi 9. október n.k. Upphafleg stóð til að þessu ætti að vera lokið eigi síðar en 30. september.

Greint er frá málinu á heimasíðu FME. Þar segir í forsendum fyrir frestuninni að í bréfi sem FME barst frá fjármálaráðherra þann 18. þessa mánaðar óski samningsaðilar eftir frekari fresti til samninga og frágangs fjármálagernings um uppgjör vegna ráðstöfunnar eigna og skulda Landsbankans til NBI.

Áður, eða 14. ágúst s.l. hafði FME ákveðið að útgáfu fjármálagernings og fjármögnun NBI skyldi lokið eigi síðar en 18. september og lokauppgjöri eigi síðar en 30. september sem fyrr segir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×