Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði Ingimar Karl Helgason skrifar 22. september 2009 18:39 Skuldabréf gamla Landsbanka eru að hækka í verði. Mynd/ Anton. Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði frá bankahruni. Talið er að erlendir fjárfestar kaupi bréfin í þeirri von að þau hækki í verði, ef neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómstólum. Bankarnir gömlu, fjármögnuðu sig meðal annars með útgáfu skuldabréfa. Það átti líka við gamla Landsbankann. Skuldabréf hans fóru niður í 1% af virði, eftir hrun; það þýðir að þau gengu kaupum og sölum eftir hrun á genginu 1 eyrir á móti hverri krónu. Bréfin verið að hækka í verði undanfarið. Þau munu nú seljast á 5% prósent af upphaflegu; það er á 5 aura fyrir hverja krónu. Það er hins vegar margt óljóst í þessu. Til að mynda er lítið vitað um hverjir eiga skuldabréf Landsbankans; engar skrár eru til um slíkt. Þau ganga kaupum og sölum á ýmsum mörkuðum. Þá er spuning hvað skýrir þessa hækkun á verði skuldabréfanna. Ýmislegt er þó nefnt, til dæmis að menn séu einfaldlega að taka slæmar viðskiptaákvarðanir, þar sem óvíst sé að virði bréfanna eigi nokkurn tímann eftir að aukast. En viðmælendur fréttastofu nefna fleira til sögunnar. Samkvæmt neyðarlögunum eru innistæður forgangskröfur. Innistæður á Icesave voru svo háar að forgangskröfur vegna þeirra fara langt með eigur allar eigur Landsbankans. Hins vegar er sagt að skuldabréf bankans hækki í verði; vegna þess að sumir fjárfestar, sem hafa keypt þessi bréf, telji víst að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi. Verði innistæður ekki lengur forgangskröfur, sé viðbúið að skuldabréfin eigi eftir að hækka verulega í verði, þar sem röð kröfuhafa verður önnur. Fram hefur komið að fjölmargir erlendir bankar hyggist stefna ríkinu, til þess að fá neyðarlögunum hnekkt. Sumir nefna að Landsbankabréfin kynnu þá að fara upp í allt að tuttugu og fimm prósent af nafnverðinu; en það myndi þá þýði fimmföldun á fjárestingu þess sem kaupir bréfin á sem nemur 5 aurum fyrir hverja krónu. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Skuldabréf gamla Landsbankans hafa fimmfaldast í verði frá bankahruni. Talið er að erlendir fjárfestar kaupi bréfin í þeirri von að þau hækki í verði, ef neyðarlögunum verður hnekkt fyrir dómstólum. Bankarnir gömlu, fjármögnuðu sig meðal annars með útgáfu skuldabréfa. Það átti líka við gamla Landsbankann. Skuldabréf hans fóru niður í 1% af virði, eftir hrun; það þýðir að þau gengu kaupum og sölum eftir hrun á genginu 1 eyrir á móti hverri krónu. Bréfin verið að hækka í verði undanfarið. Þau munu nú seljast á 5% prósent af upphaflegu; það er á 5 aura fyrir hverja krónu. Það er hins vegar margt óljóst í þessu. Til að mynda er lítið vitað um hverjir eiga skuldabréf Landsbankans; engar skrár eru til um slíkt. Þau ganga kaupum og sölum á ýmsum mörkuðum. Þá er spuning hvað skýrir þessa hækkun á verði skuldabréfanna. Ýmislegt er þó nefnt, til dæmis að menn séu einfaldlega að taka slæmar viðskiptaákvarðanir, þar sem óvíst sé að virði bréfanna eigi nokkurn tímann eftir að aukast. En viðmælendur fréttastofu nefna fleira til sögunnar. Samkvæmt neyðarlögunum eru innistæður forgangskröfur. Innistæður á Icesave voru svo háar að forgangskröfur vegna þeirra fara langt með eigur allar eigur Landsbankans. Hins vegar er sagt að skuldabréf bankans hækki í verði; vegna þess að sumir fjárfestar, sem hafa keypt þessi bréf, telji víst að neyðarlögunum verði hnekkt fyrir dómi. Verði innistæður ekki lengur forgangskröfur, sé viðbúið að skuldabréfin eigi eftir að hækka verulega í verði, þar sem röð kröfuhafa verður önnur. Fram hefur komið að fjölmargir erlendir bankar hyggist stefna ríkinu, til þess að fá neyðarlögunum hnekkt. Sumir nefna að Landsbankabréfin kynnu þá að fara upp í allt að tuttugu og fimm prósent af nafnverðinu; en það myndi þá þýði fimmföldun á fjárestingu þess sem kaupir bréfin á sem nemur 5 aurum fyrir hverja krónu.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun