Viðskipti innlent

FME áréttar skilning sinn á bankaleynd

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sett inn á heimasíðu sína frétt þar sem áréttaður er skilningur eftirlitsins á bankaleynd hvað varðar upplýsingar um fjármál lífeyrissjóða.

Fréttin hljóðar svo: „Fram hefur komið í fréttum að Fjármálaeftirlitið telji að ákvæði laga um bankaleynd hindri ekki stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í að veita stjórnarmönnum í VR upplýsingar sem þeir hafa falast eftir.

Til útskýringar vill Fjármálaeftirlitið árétta að bankaleynd eins og hún er skilgreind í lögum um fjármálafyrirtæki ... gildir ekki um lífeyrissjóði heldur eingöngu um fjármálafyrirtæki. Lög nr. 129/1997 gilda hins vegar um starfsemi lífeyrissjóða, en 32. gr. þeirra laga fjallar um þagnarskyldu stjórnenda lífeyrissjóða.

Þar segir: „Stjórnarmenn, framkvæmdastjóri og aðrir starfsmenn, svo og endurskoðendur lífeyrissjóðs, eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir fá vitneskju um í starfi og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×