Microsoft kaupir íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX 22. september 2009 15:35 Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands. Í tilkynningu segir að þetta sé jafnframt fyrsta meiri háttar fjárfesting Microsoft í hugbúnaði síðan fyrirtækið ákvað að beina athyglinni að fimm sérsviðum sem markhópum fyrir Microsoft Dynamics AX: Smásöluverslun, framleiðslu, dreifingu, opinbera geirann og sérfræðiþjónustu. Ekki kemur á óvart að Microsoft hafi haft hug á að eignast LS Retail AX, þar sem lausnin er að fullu samhæfð Microsoft Dynamics AX viðskiptalausninni. LS Retail AX hefur sannað sig víða um heim svo eftir er tekið, eins og fjöldi jákvæðra umsagna viðskiptavina vitnar um. Hætt er við að samkeppnisaðilar Microsoft á borð við Oracle og SAP, hvor á sínum enda markaðarins fyrir viðskipta- og verslunarlausnir, muni merkja breytingar þegar LS Retail AX verður orðið hluti af Microsoft Dynamics AX. „Microsoft mun fjárfesta í að bæta við virkni í Dynamics AX viðskiptalausnina og við munum leggja sérstaka áherslu á smásöluverslun," segir Crispin Read, framkvæmdastjóri Microsoft Dynamics ERP. „Það var vel íhuguð aðgerð að eignast þrautreynda lausn á borð við LS Retail AX og gerir Microsoft kleift að huga að frekari nýsköpun með samstarfsaðilum og viðskiptavinum." „Microsoft hefur hingað til lítið komið við sögu í smásölugeiranum en með þessum skynsamlegu kaupum má ætla að fyrirtækið nái að hasla sér þar völl. Þessi sala er til marks um gott orðspor LS Retail um allan heim og mun styrkja samstarf Microsoft og LS Retail, sem þó var gott fyrir," segir Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail ehf. „LS Retail mun eftir sem áður eiga og þróa öll sín kerfi sem byggð eru ofan á Microsoft Dynamics NAV auk þess að halda áfram að vinna í sérútfærslum fyrir AX lausnina sem seld var til Microsoft, bjóða þjónustu tengda henni og veita fræðslu fyrir markaðinn," bætir Gunnar Björn við. LS Retail AX er öflug verslunarlausn sem byggð er ofan á viðskiptalausnina Microsoft Dynamics AX. Þessi samhæfða lausn býður upp á alla virkni sem krafist er í verslunarumhverfi og því engin þörf fyrir að bæta við það öðrum hugbúnaði. Notendaviðmót er það sama hvar sem er í kerfinu. Frá skrifstofu má stjórna öllum grunnþáttum rekstursins gegnum LS Retail AX og lausnin tengir saman afgreiðslukassa og Microsoft Dynamics AX. Þetta skapar LS Retail AX sérstöðu gagnvart öðrum lausnum á markaðnum. Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands. Í tilkynningu segir að þetta sé jafnframt fyrsta meiri háttar fjárfesting Microsoft í hugbúnaði síðan fyrirtækið ákvað að beina athyglinni að fimm sérsviðum sem markhópum fyrir Microsoft Dynamics AX: Smásöluverslun, framleiðslu, dreifingu, opinbera geirann og sérfræðiþjónustu. Ekki kemur á óvart að Microsoft hafi haft hug á að eignast LS Retail AX, þar sem lausnin er að fullu samhæfð Microsoft Dynamics AX viðskiptalausninni. LS Retail AX hefur sannað sig víða um heim svo eftir er tekið, eins og fjöldi jákvæðra umsagna viðskiptavina vitnar um. Hætt er við að samkeppnisaðilar Microsoft á borð við Oracle og SAP, hvor á sínum enda markaðarins fyrir viðskipta- og verslunarlausnir, muni merkja breytingar þegar LS Retail AX verður orðið hluti af Microsoft Dynamics AX. „Microsoft mun fjárfesta í að bæta við virkni í Dynamics AX viðskiptalausnina og við munum leggja sérstaka áherslu á smásöluverslun," segir Crispin Read, framkvæmdastjóri Microsoft Dynamics ERP. „Það var vel íhuguð aðgerð að eignast þrautreynda lausn á borð við LS Retail AX og gerir Microsoft kleift að huga að frekari nýsköpun með samstarfsaðilum og viðskiptavinum." „Microsoft hefur hingað til lítið komið við sögu í smásölugeiranum en með þessum skynsamlegu kaupum má ætla að fyrirtækið nái að hasla sér þar völl. Þessi sala er til marks um gott orðspor LS Retail um allan heim og mun styrkja samstarf Microsoft og LS Retail, sem þó var gott fyrir," segir Gunnar Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóri LS Retail ehf. „LS Retail mun eftir sem áður eiga og þróa öll sín kerfi sem byggð eru ofan á Microsoft Dynamics NAV auk þess að halda áfram að vinna í sérútfærslum fyrir AX lausnina sem seld var til Microsoft, bjóða þjónustu tengda henni og veita fræðslu fyrir markaðinn," bætir Gunnar Björn við. LS Retail AX er öflug verslunarlausn sem byggð er ofan á viðskiptalausnina Microsoft Dynamics AX. Þessi samhæfða lausn býður upp á alla virkni sem krafist er í verslunarumhverfi og því engin þörf fyrir að bæta við það öðrum hugbúnaði. Notendaviðmót er það sama hvar sem er í kerfinu. Frá skrifstofu má stjórna öllum grunnþáttum rekstursins gegnum LS Retail AX og lausnin tengir saman afgreiðslukassa og Microsoft Dynamics AX. Þetta skapar LS Retail AX sérstöðu gagnvart öðrum lausnum á markaðnum.
Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Áróður erlendra vogunarsjóða tekinn á næsta stig Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun