Viðskipti innlent

Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hækka mikið

Ingimar Karl Helgason skrifar
Skuldabréf Kaupþings og Glitnis hafa hækkað mikið í verði undanfarið. Það eru einkum bandarískir spákaupmenn og sjóðir sem kaupa þau af evrópskum bönkum.

 

Sérfræðingur Saga Capital segir verðhækkun benda til þess að fjárfestarnir búist við því að endurheimtur úr búi bankanna verði meiri en búist hefur verið við.

 

Við sögðum frá því í gær að skuldabréf gamla Landsbankans hafa hækkað í verði, en þau urðu svo gott sem alveg verðlaus eftir hrun. Samkvæmt upplýsingum frá Saga Capital hafa skuldabréf gamla Kaupþings hækkað upp í átján til tuttugu prósent af upphaflegu verði og skuldabréf gamla Glitnis hækkað í um það bil fjórðung af upphaflegu verði.

 

Það munu vera einkum Bandaríkjamenn, spákaupmenn og sjóðir sem kaupa bréfin af evrópskum bönkum.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×